fimmtudagur, 20. september 2007

Ég er að fara til London Tralla lalla la!

Við ákváðum í dag, ég og skrifstofustjórinn, að skella okkur til London í vetrarleyfinu.
Pöntuðum flug og hótel og örkuðum út glaðar í bragði eftir velheppnaðan dag.

Í tilefni þessarar glæsilegu ákvörðunar var T-bone steik í kvöldmatinn.

Ég ætlaði að hafa Osso bucco og risotto alla milanese (að hætti Nönnu Rögnv.) en var svo lengi að vinna og ganga frá ferðinni að það var engin leið að ég gæti eldað haft þennan 4ra tíma rétt tilbúinn á skikkanlegum tíma.

Það bíður fram í næstu viku að elda Ossóið :)

Ég ætla að versla heila ferðatösku af pocketbókum í ferðinni!
Hef ekkert að lesa svo þessi London ferð er bráðnauðsynleg!

Þetta er bloggað á "MÍNA TÖLVU". Karldurgurinn gerðist tölvunörd og kom henni í stand!

I love him!

Engin ummæli: