Unglingaherbergi verður til :)
Við erum búin að skrapa og pússa, þrífa og sparzsla, mála og veggfóðra, hanna og versla........næstum allt.
Það er ekki hægt að hanna allt og ætla svo að ganga að hönnunarvörunum vísum í uppáhaldsverslun okkar prentsmiðjunnar.
Okkur vantar ennþá háan glerskáp, glerplötuborðið með árituðu ÁST á trilljón tungumálum, hjólaskúffu úr stáli og sjónvarpsborð (sem er reyndar geymt í húsi í Breiðholti, nei, ekki prentsmiðjunnar).
En það kemur í vikunni og við erum með heljarhelling af "unglingslegu" stöffi með stæl.
Ég ætla að setja mynd inn um leið og herbergið er fullbúið!
Það er bara bilað töff :)
1 ummæli:
Hlakka til að sjá herbergið! Vona að Ikea ferðin hafi gengið vel, þó ég hafi ekki komist með til að fækka fötum fyrir afslátt:D
Strípalingurinn
Skrifa ummæli