laugardagur, 22. september 2007

Innflutningspartý

Doktorsnemarnir eru með innflutningspartý í kvöld.
Ég lofaði að koma með mín frægu Focaccia brauð með mér í partýið.
Við karldurgurinn lögðum okkur upp úr hádegi í dag og vöknuðum klukkan hálfsjö!!!!!!
Það hvarflaði ekki að okkur að nota vekjaraklukku því við ætluðum bara rétt aðeins að halla okkur!
Svo fór sem fór.
Á methraða skelltum við í brauðin, tvær plötur í ofninn í einu, munur að vera komin með almennilegan ofn og nú sitjum við spúluð og shæní og bíðum eftir að Jón Þór og pabbi hans pikki okkur, brauðin og ostinnbakaðar ólífur, upp.
Nýji ofninn bjargaði okkur alveg.

Við strípalingurinn skoðuðum verkalýðsfrömuðinn í gærkvöldi.
Funduðum í morgun.
Hann er enn í skoðun og mati :)

Engin ummæli: