laugardagur, 30. júní 2007

Vatnsmelónu mojito sá besti!!!

Þessi gerð af mojito finnst okkur sá allra besti í sögunni.
Hér er uppskriftin:
3 bátar lime
8-10 blöð mynta
1 msk. hrásykur
1-1/2 faldur romm
3/4 af einföldum af Watermelon líkjör frá Josheph Gartron (fæst í Heiðrúnu)
Kremjið myntu og hrásykur saman
Setjið lime í og kremjið þannig að safinn leysi upp sykurinn
bætið líkjör og rommi í og fyllið upp með sódavatni og muldum klaka.
Það er sætt að setja litla teninga af vatnsmelónu í en alls ekki nauðsynlegt.
Þetta er sá albesti mojito sem fyrirfinnst. Ferskur, spennandi og með frábæru eftirbragði .........






Og áhrifin eru ÆÐI!

Mojitos dagur í Costa del Yrsufelli

Skál!
Í dag er unnið hörðum höndum að því að útrýma myntuekrum í garðinum í Costa del Yrsufelli.
Við erum búin að finna upp nýjan mojito.
Melónumojito!
Karldurgur!
Þú veist ekki af hverju þú ert að missa, arkandi um miðbæinn í glampandi sól, leitandi að fötum sem enginn ætti að þurfa á að halda í annarri eins sólarblíðu!
Farin út í sólina.

föstudagur, 29. júní 2007

Prentsmiðjan og garðræktin!

Prentsmiðjan er búin að láta prentarann fjarlægja mestallan gróður úr garðinum.
Runnar, skrautblóm, heilu trén!
Það þarf nebblega pláss fyrir MEIRI myntu!!!
Mér skilst að mynta sé uppseld á landinu en heill akur sé kominn upp í Costa Del Yrsufelli ;9
Gamla konan sem átti þennan fyrrum skrautgarð fengi taugaáfall ef hún sæi hamfarirnar!
En, nauðsyn brýtur náttlega lög!
Skál í mojito ;)

Costa del Dísó ;)

Þetta er ótrúleg snilld!
Sólin skín dag eftir dag og húðliturinn er smátt og smátt að verða eins og á spánskri senjórítu!
Æ lofitt!
Stúdentinn kom heim í dag frá Grikklandi/Danmörk og ég er brúnni!!!
Frændi minn hann Tóníus er í heimsókn og í tilefni þess var grillað lambalæri, fyllt með döðlum, hvítlauk og rósmarín kvistum. Það var snilldargott.
Veðurspáin lofar meiri sól svo garðurinn er orðið fast aðsetur.
Heimilið verður drullugra með hverjum deginum en það er allt í lagi. Þessi drulla verður enn til staðar þegar sólin hættir að skína.
Verst að það er hætt við því að þá þurfti maður að eyða amk heilum degi undir sæng til að jafna sig eftir stöðug sólböð!
Skrifstofustjórinn kom í garðinn með nýbakað bananabrauð sem var JÖMMÍ!
Og Tóníus fór með mér í heimsókn til Kiddu Jesúbarns og varð yfir sig hrifinn af henni, Of kors, hún er bara snillllllllld!
Kidda geðpilla ætti kannski betur við en Kidda Jesúbarn, þarf að íhuga málið :9
Eftir 4 daga fer ég til DK að hitta Englafólkið mitt ;)

Mallorca veður í garðinum mínum

Lá í allan dag í sólinni og það lak af mér svitinn.
Svakalega er þetta sumar að koma vel út hérna í höfuðborginni (alla vega).
Fyrir ykkur sem lesið.
það er ískalt kók, bjór, kaffi eða te í boði fyrir þá sem leita mig uppi í bakgarðinum og gefa mér smá frí frá sólböðum ;)
Wilkommen ;)

fimmtudagur, 28. júní 2007

Ég blogga.....

... oftast ekki um fréttir (gæti átt eftir að gera það) og sjaldan um skoðanir mínar.
Málið er að ég blogga til að búa til upplifun/anir.
Litlar endurheimtarvísbendingar fyrir minnisstöðvarnar, sem skila af sér þegar ég og ákveðið fólk les, ákveðnu andrúmslofti og líðan.
Ég vil helst bara blogga tilfinningu, lítið bros og hugarástand sem er þægilegt.
;9

mánudagur, 25. júní 2007

Amma P, MSN og bústaðaferð :)

Amma P. er snilli eins og aðrar ömmur í minni grúppu.
Það rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég ráfaði um heimilið, stjörf af þreytu, nýkomin úr sumarbústaðaferðinni sem mun halda áfram á morgun, hversu mikill snilli Amma P. getur verið.
Kærastinn hennar ömmu P., homminn, kenndi úti á landi í fyrravetur.

Amma P. flétti af því að við ættum stólskemmtireg samtör á fylilbælinu MSN sem velt væli að taka þátt í. (man ekki hvaða tveir aðrir stafir áttu að víxlast)

Í vikunni á eftir er ég að kenna.
Hringir gemsinn.
Amma P. á línunni.
"hvar er ALLT fólkið sem þið sögðuð að væri þarna til að tala við?"
Ég er snögg að fatta og áttaði mig á því að hann væri, með þessari líka pirruðu og frekar örvæntingarfullu röddu, að tala um MSN.
"ertu búinn að búa þér til msn" spurði ég.
"JÁ OG ÞAÐ ER EKKERT FÓLK HÉR TIL AÐ TALA VIÐ"!!! heyrðist í Ömmu P. verulega pirraðri röddu!
Ég dó næstum úr hlátri!!!
Nemendur mínir með mér þegar ég hafði útskýrt stuttlega hvað þetta neyðartilfellissímtal snerist um.
Ég addaði Ömmu P. og benti vinahópnum á að gera það líka.

það eru ekki allir af okkar kynslóð tækninördar.

Sumarbústaðarhelgin var snilld.
Grill, mega magn af óendanlega fyndnum trúnóum, strípalíngsuppákomur, pottaferðir, göngutúrar, gítarleikarar í botnkeyrslu og undurfagrar söngraddir og lítið sofið!
En eitt það besta var að eignast nýja djammfélaga sem eru sko djammarar í lagi!
Gleði, gleði, gleði!
Krakkar, þakka ykkur öllum fyrir frábæra helgi og vegagerðarverkstjórinn og enskukennarinn og þeirra afkvæmi, sjáumst aftur á morgun þegar ég og lesbían mætum aftur í lokatörn í bústaðina :)

föstudagur, 22. júní 2007

Love/hate relationships

Ég á í slíku sambandi við sumarbústaðaferðir og útilegur.
Mér finnst gaman að vera í bústað og vera í útilegu.
EN!
Mér finnst hund hund hund leiðinlegt að versla og pakka niður öllu sem familían þarf í slíkar ferðir.
Matnum, kryddi, áhöldum, versla, pakka, skipuleggja, muna eftir öllu og finna allt sem þarf að taka með.
Óli skilur þetta bara ekki, það er svo gaman og þetta er svo lítið mál segir hann alltaf.
Enda ekki furða, hann kemur bara heim úr vinnunni og sest í bílinn með mér sveittri, úfinni, stressaðri og taugabilaðri og ekur af stað með allt á tæru.
Ég óska eftir skipuleggjara, innkaupastjóra og pakkara!
Þá fer ég glöð í fríið!

N.b. við erum sem sagt á leið í bústað!

Það er snilld að vera í sumarfríi ;)

Í gær eyddum við lesbían 2.5 stundum í að þrífa, rykgsuga, pússa og bóna bílana okkar.
Í dag stækkaði ég kryddjurtagarðinn og hef uppi áætlanir um enn frekari stækkun.
Ég er farin að hugsa "steinabeð".
Er ég orðin kédlíng?

Það er svo geggjað gott að sofa eins lengi og maður þarf (ég t.d. þarf 15 tíma svefn á sólahring) og geta samt gert allt sem maður ætlar að gera (þegar maður drattast á fætur, rétt fyrir eða rétt eftir hádegi).
Ég er bissí frá því ég vakna þangað til ég sofna.
Garðurinn inn er virkilega farinn að líkjast garði ;)
Gleðilegt sumar kæru vinir í Paradís ;)

Lífið er yndislegt ;)

fimmtudagur, 21. júní 2007

Ævintýri sem endaði vel :)

Einu sinni var ung og góð stúlka sem átti móður og vondan stjúpa.
Stjúpinn átti heima í Vondalandi en litla góða stúlkan átti heima í Undralandi hjá föður sínum.
Einn dag ákvað móðirin að hún vildi fá litlu góðu stúlkuna til að passa afkvæmi sín og vonda stjúpans.
Litla góða stúlkan var þá send til Vondalands til móðurinnar og vonda stjúpans undir því yfirskini að hún ætti bara að fara í stutta heimsókn til Vondalands.
Aumingja stúlkan var kyrrsett í heil þrjú skelfileg ár í Vondalandi hjá mömmunni og vonda stjúpanum.
Í Vondalandi hömuðust allir við að vera vondir við alla lon og don og voru sælli og ánægðari eftir því sem þeim tókst að vera meira vond(ar/ir).
Litlu stúlkan þráði að komast aftur heim til Undralands þar sem öll dýrin í skóginum voru vinir og allir voru sætir og krúttlegir hver við aðra.
Stúlkan fékk ekki að fara frá Vondalandi fyrr en hún var búin að gleyma Undralandi.

Í kvöld var boðað til reunions hjá Vondalandsnemendum.
Litla stúlkan sem er ekki lengur lítil en ennþá voða góð mætti.
Undarlegt að sjá. Vondalandsnemendur virðast hafa lent í andlegum og sálrænum frysti.
Nema einn, sá komst undan í æðstu menntastofnun landsins og losnaði þar undan álögum vondalands.
Hinir Vondalandsnemendurnir voru hrukkóttari og eldri en áður en öll ennþá jafn mikið undir álögum Vondalands.
"Aumingja þau" sagði ekki lengur litla, en ennþá góða stúlkan. "Þau hafa verið of lengi í Vondalandi og verða undir áhrifum að eilífu". "Þeim verður ekki viðbjargað nema kannski ef jesústelpan biður rækilega fyrir þeim".

Litla stúlkan fór svo bara glöð heim úr reunioninu í Paradísina sína þar sem eingöngu er að finna hrikalega dásamlegt, vel hugsandi og heilbrigt fólk sem er með öllu laust við að vera undir álögum frá Vondalandi.
Fyrst kom hún reyndar við á Deco með tveimur af besta fólki Paradísar, lesbíunni og hommanum og fékk sér einn bláberjamojto ;)

Lífið er yndislegt í Paradís :)

þriðjudagur, 19. júní 2007

Amma mín er snillingur :)

Amma, enskukennarinn, vegagerðarmaðurinn og börnin þeirra komu í grillaða lúðu í gyros í kvöld.
Með voru parísarkartöflur með sítrónuberki, steinselju, ólífuolíu (frá Jamie of course) og sjávarsalti. Klettasalat með parmesan flögum og olífuolíu/sítrónudressingu.
Jamminamm.
Þessi smálúða í Gyros frá Fiskisögu búðinni uppi á höfða er algjört lostæti.

En!
Amma fór að ræða sinn nýfengna gsm síma undir borðum.
Hún er ekkert sérlega klár í að nota símann.
Það minnti mig á frekar fyndna uppákomu með ömmu og símann :)

Þegar stúdentinn útskrifaðist um daginn byrjaði glænýji gemsinn hennar ömmu að hringja.
Amma leit niður vandræðaleg, hristi töskuna sína aðeins. Lét sem ekkert væri.
Síminn hringdi áfram.
Amma ýtti núna ákveðið við töskunni í þeirri von að þetta gjammandi símtól, sem dóttursonur hennar (bróðir minn) færði henni fyrir barnapössun, þagnaði.
Síminn hringdi áfram og konan á næsta bekk leit grimmilegu augnaráði á ömmu.
Amma þóttist ekki vita hvað var að gerast.
Síminn hringdi áfram.
Amma horfði hingað og þangað, svona eins og örlítið utan við sig í þeirri von að enginn áttaði sig á því að þetta væri hennar sími. Hristi töskuna áfram í örvæntingarfullri von um að ófétið áttaði sig á því að ekki stæði til að hún færi neitt að tala í hann.
Konan sendi núna ömmu mjög illilegt augnaráð!
Sonur minn, langömmudrengurinn sem er að gera hana að langalangömmu teygði sig ofan í töskuna og slökkti á símanum.

Amma útskýrði fyrir okkur vandræðaleg á leiðinni heim á eftir að hún KYNNI bara að svara í símann og ekki hefði hún getað það í miðri útskriftarathöfn!
"ég vissi ekkert hvernig ég átti að láta hann þegja"

Sveiattan bróður mínum að koma henni ömmu í þessi vandræði!

mánudagur, 18. júní 2007

Kidda jesúbarn er komin heim!

Húrra!
Hún var á Benidorm í heilar þrjár vikur (á 2 hótelum, dugar ekkert minna) og eins og allir sem til þekkja er Kidda besta geðlyf sem til er.
Allir sem eru leiðir og fúlir þurfa ekki nema 10 mínútna skammt af hennar gífurlega skemmtilega orðforða og lífsviðhorfi til að ljóma af gleði.
Hún getur læknað dýpsta þunglyndi á mettíma!
Og hún er komin heim!
Við lesbían erum alsælar..
Landið er bara ekki það sama þegar hún er fjarverandi.

Í útlöndum sá Kidda jesúbarn sebraljón, borðaði á kenturkey fried og gerði ýmislegt skemmtilegt.
Velkomin heim Kidda!
Við söknuðum þín gífurlega!

sunnudagur, 17. júní 2007

Trampólín!

Ég hoppaði á trampólíni í gær.
Í dag er mér mjög illt hér og þar.
Trampólín eru óholl fyrir feita miðaldara heimilisfræðinörda!

Tiltekt og húsfélagsdjamm!

Í gær var tiltektardagur í húsinu.
Við löguðum girðingar, máluðum ruslatunnugeymslurnar, gróðursettum sumarblóm, fúavörðum, girtum enn meira og löguðum til.
Það er orðið alveg svakalega fínt hérna.
Það eru allir í húsinu þunnir og ekki að ástæðulausu. Þvílíkt partý!

Ég er komin með gróðursetningarfíkn!
Ég ætla að stækka matjurtagarðinn minn og fá mér einhverjar ægilega sætar plöntur og setja upp ker út um allt.
Ég verð náttlega að planta meiri myntu í alla mojitos sumarsins.
Prentsmiðjan er víst komin með heilan akur af myntu enda veitir ekki af þar sem við lesbían eigum lögheimili í Costa del Yrsufell alla sólardaga í sumar :)

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru vinir ;)

Íþróttir

Við erum að horfa á frjálsíþróttaleika í sjónvarpinu.
Hann er að horfa á rassana á stelpunum.
Ég er að spá í hvernig standi á því að 1 maður í spretthlaupinu var hvítur.
Ég man að við lærðum um þessa yfirburði svartra í sálfræðinni.
Ég vildi að ég myndi meira um þetta.
Mér finnst mjög áhugavert að velta fyrir mér hversu víðtækir yfirburðir svertingja á við hvíta manninn væru.
Ég hélt alltaf með svertingjum í öllum sjóræningja og cowboy bókum.
Líka í Ísfólkinu ;)
Lífsnauðsynleg lesning ;9

ég er farin að fá mér tea and biscuits í þeirri von að lesbían birtist fljótlega.
Ég lokkaði út úr henni atburði gærkvöldsins.
Hún hefur tilhneigingu til að reyna að leyna mig hlutum.
"Ertu búin að heyra í prentaranum?"
Hún fór sko með prentaranum og prentsmiðjunni í bæinn.
"jÁ" sagði ég og hló svona allknowing hlátri.
She spilled her guts!
God, ég er svo snjöll :)
Mikið var gaman í gær og ofsalega er skemmtilegt að eiga bæði klikkaða vini og klikkaða nágranna.
I like my life!

laugardagur, 16. júní 2007

Tóm vitleysa

Ég hef hingað til haft þá kenningu að maður verði ekki þunnur af að drekka viskí.
Svo ég keypti mér viskípela í tilefni garðvígslunnar.

Ég er þunn!
Það tilkynnist hér með að maður verður þunnur af ÖLLU áfengi!
Líka eintómu viskí af fínustu sort :(

föstudagur, 15. júní 2007

Stoltur matjurtagarðseigandi :)

Ég á matjurtagarð.
Það hangir ker utan í skakka skjólveggnum og í því eru oregano, steinselja og blóðberg!
Inni í stofuglugga er basilikum pottur.
Ég á lífrænan áburð og allar græjur.
Ég er stolt!

Lesbían er hér.
Hún er í urrandi skapi og hvæsir á mig reglulega.
Ég er jafnvel farin að velta því fyrir mér hvort á mig sé vaxið typpi.
Hún er nefnilega ekkert sérlega mikið fyrir karlmenn þessi elska :9
Farin út að vökva garðinn!
Ciao
Heimilis-/grasa-fræðinördinn *veif*

Ég er með strengi!

Ég get ekki hóstað nema varlega og þarf líka að lyfta höndunum varlega.
Þetta kom samt ekki í veg fyrir að ég henti mér á hjólhestinn og þeysti af stað.
Lesbían glannaðist á undan á ALLTOF mikilli ferð og ég lötraði, lafmóð, eldrauð í framan og rennandi sveitt á eftir henni.
Við hjóluðum örugglega milljón kílómetra og ég gat varla staðið þegar ég kom heim.
Lesbían kallaði mig hetju svo ég er að spá í að kalla hana hjólagyðjuna hér eftir.
Finnst samt hún eigi að hafa kaðal aftan í hjólinu sínu og draga mig áfram upp erfiðustu brekkurnar (sem eru reyndar bara smá halli)!
Húrra fyrir hetjum og hjólagyðjum!

Ég talaði við Baldur Sæmundsson í Menntaskólanum í Kópavogi í morgun og ætla að hitta hann í næstu viku.
Ég er svo skipulögð að ég er að ganga frá skipulagi á kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur fyrir næsta vetur.
Húrra fyrir mér!
Baldur er yndislegur eins og allir þeir sem komu að keppninni frá M.K.
Húrra fyrir starfsfólki matvælabrautar MK!
Ég hlakka til næsta vetur. Það er svo gaman að vinna með jákvæðu og kröftugu fólki.

Annars á ég að vera að gera námsskrá. Á 3 bekki eftir og gengur hægt að klára.
Það er svo margt sem glepur, hjólreiðar, hollusta og bloggþörf!
Stúdentinn minn og kærastan eru að fara ásamt 5 vinkonum til Grikklands í nótt.
Ég ætla að biðja þær að senda slatta af sól yfir þegar þær eru komnar út.
Ég þarf nefnilega að halda við brúnkunni sem ég byrjaði að mynda í Costa del Yrsufell á þriðjudaginn.
Ég er sannfærð um að það opnar sólarströndin þar með mojitos og tilheyrandi um leið og kemur sól!
Hlakka til :)

fimmtudagur, 14. júní 2007

Heilbrigðismaníubrjálæðisæði!

Jahá!
Eldsnemma morguns skellti ég dönskum beinlausum svínabóg í járnsteypupottinn og inn í ofn.
Fór svo einn hring á rope yoga bekknum og hringdi í lesbíuna sem mætti í hjólaferð.
Við hjóluðum stóran hring um Grafarvoginn.
Þegjandi því ég get ekki bæði hjólað og talað. Það er alltof mikið erfiði og ég hef ekki nægilegt súrefni til að koma frá mér orðum og hjólinu áfram samtímis.
Lesbían heimtar nú að vera kölluð hin óviðjafnanlega hjólagyðja!
Hún gekk undir því nafni fyrir ári síðan þegar hún þeysti um víðáttur ítalskra sveita með vasilín á lærunum í gelpúðarassfylltum teygjubuxum.
Í kvöld komu svo fótboltadrengur lesbíunnar/hjólagyðjunnar, lesbían, tengdadóttir mín og elsti sonur (ömmuskapararnir) og dívan í mat.
Við borðuðum svínabóginn sem var búinn að marra í eigin soði í 11 tíma, bakað rótargrænmeti og fennel gremolata.
Í eftirrétt var hvítur og bleikur ís sem ég og lesbían/hjólagyðjan sóttum hjólandi að sjálfsögðu.
Það voru allir glaðir og saddir.
Sérstaklega lesbían/hjólagyðjan sem skóf að innan ís og sósuílát í restina.
Mér er hinsvegar illt allstaðar eftir þessi gífurlega líkamsátök sem ég hef staðið í undanfarna daga og ætla að fá mér einn kaldan fyrir svefninn :)
Það er ýmsilegt ógert sem ég ætlaði að gera í dag en það má fresta því til morguns því ég er í FRÍI!!!
Góða og gleðilega nótt ;)

miðvikudagur, 13. júní 2007

Ég er gengin af göflunum

Fór í göngu í kvöld.
Arkaði stóran hring um hverfið.
Upp langa BREKU!!!
Hélt ég dræpist, varð lafmóð og másandi og svo eldrauð í framan og það rann af mér svitinn þegar ég náði upp á brekkubrúnina.
Vanir menn myndu kalla þetta smá halla reyndar.
Svo dröslaði ég hjólinu mínu upp úr hjólageymslunni.
Þurfti að vísu að kalla til nágrannana til að fá að vita hvort ég ætti þetta hjól.
Nú bíður það mín með pumpuð dekk hnarreist upp við húsvegg.
Nota bene, ég er ekki einu sinni komin í sumarfrí!
Hvernig endar þetta?
Ætli ég gangi á Esjuna fyrir sumarlok *glott*

Sól, sumar og mojitos!

Laumaðist heim úr vinnunni í gær og verð að bæta fyrir það með því að vinna aukadag.
En það var vel þess virði.
Ég var sótt af prentaranum og mér ekið beint út á pall.
Þar flatmagaði ég í frábærum félagsskap með Mojitos í röðum.
Mér var svo boðið í grillveislu um kvöldið ásamt Ólafi og lesbían fylgdi með að sjálfsögðu.
Þetta var bara geggjað.
Ég ætla að flytja næst á stað sem hefur suðurgarð og sólpall.
Ég er jú með garð en það er alltaf vindur og enginn sólpallur og svo snýr veröndin mín ekki í suður.
Þetta næst kemur reyndar ekki fyrr en mér verður runnið flutningsofnæmið sem er svo öflugt að það hefur ekkert slegið á það í þessi 9 ár sem ég hef búið hér.
Ég verð örugglega grafin nánast í bakgarðinum enda Grafarvogskirkjugarðurinn næstum við húsgaflinn hjá mér svo það eru hæg heimatökin.
Nú er ég að glíma við sólbruna sem ég vona að breytist í brúnku sem ég get svo vonandi viðhaldið ef það kemur annar sólardagur eins og í gær.
En, ég bý á Íslandi, Reykjavík, svo ég verð að sætta mig við verðurspána sem er súld og regn næstu daga!

mánudagur, 11. júní 2007

Frábær veitingastaður úr alfaraleið

Gallerý fiskur Nethyl.
Staðurinn er við vegamótin við Ártúnshöfðann.
Ef maður beygir til hægri lendir maður á Árbæjarsafni en vinstri beygja leiðir mann á einn albesta sjávarréttastað sem ég hef borðað á í Reykjavík.
Í hádeginu er mjög ódýrt að borða þarna.
Ég fór í hádeginu í dag með skrifstofustjóranum og við vorum báðar mjög glaðar í maganum.
Frábært uppbrot á púlvinnu dagsins en ég eyddi deginum í að þrífa og henda rusli og þrífa enn meira. Mætti sveitt og svöng upp í Nethyl og lallaði út södd og sæl og ekki nema 1200 krónum fátækari.
Fékk keilu með grænmeti, salati, sósu og bakaðri kartöflu og keilan var algjörlega hárrétt elduð og frábærlega krydduð. Sósan, grænmetið og salatið voru líka rosalega góð :)
Bon appetit.
Á morgun ætlar prentarinn að sækja mig í sólbað og ég ætla að "stinga" af úr vinnunni meðan ennþá er sól úti. Við lesbían ætlum að sóla okkur á pallinum hennar, kjafta og drekka kaffi og kannski einn eða tvo ískalda.
Yndislegir sólskinsdagar og yndislegir vinir :)

sunnudagur, 10. júní 2007

Homminn, lesbían og heimilisfræðinördinn....

...eyddu föstudagskvöldinu í pizzugerð og trúnó.
Við gerðum humarpizzur og pizzur með klettasalati, parmesan og parmaskinku.
Þær voru æði.
Við skemmtum okkkur ofboðslega vel og ekki minna þegar það fjölgaði í partíinu eftir matinn. Þá var almúganum utan innsta vinahringsins hleypt inn.
Amma píka var í matarboði annars staðar og lét ekki sjá sig en verkfræðingurinn, skrifstofustjórinn og sölustjórinn komu og við hrundum í það!
Þynnka er víst ávallt verðskulduð en ÚFFF sumir fá meira af henni en aðrir!
Ég ætla sko ekki að detta í það á næstunni!

Að minnsta kosti ekki fyrr en um næstu helgi en þá eru lesbían og verkfræðingurinn búin að bjóða í bústað.
Sumarfríið er rétt að byrja og það eru alla helgar bókaðar fram í ágúst!
Hikk!

sunnudagur, 3. júní 2007

Vín og dóna sms

Besta eftirréttavín sem ég hef smakkað heitir Bava "malvasia di Castelnuovo don Bosco".
Það er geggjað með sítrónutertu og ég er viss um að það er líka æðislegt með súkkulaðitertum og ostatertum.
Svo má vel hafa það bara með sjálfu sér ekki síst þegar legið er í heitu freyðibaði með kertaljós og rómantískan karlmann á baðbrúninni.
Skál :)

Mamma vinkonu minnar vaknaði upp við sms frá dótturinni. Smsið var lýsing á því hversu heitt dóttirin elskaði eigin píku og lýsingin var ákaflega ítarleg.
Tösku vinkonu minnar með símanum í var nefnilega stolið á Players í gærkvöldi og þjófurinn dundaði sér við það framundir morgun að senda stórundarleg sms á flesta aðila í símaskránni hennar.
Hjásvæfan hennar sem er stödd erlendis fékk sms um hversu heitt hún elskaði eigin sníp og svo að hún væri komin út úr skápnum og orðin lesbía.
Ég vaknaði í morgun og fann vinkonuna á sófanum mínum sofandi. Húslyklarnir voru í töskunni hennar sem var stolið svo hún var húsnæðislaus og laumaðist inn hjá mér í skjóli nætur.
Ég fékk engin dónaleg sms frá þjófnum. Mér finnst það eiginlega hálfgert svindl!

laugardagur, 2. júní 2007

I am so sad I could spring :)

Við vorum að borða heimsenda hamborgara frá hamborgarabúllunni.

Stundum étum við drasl sem er borið heim að dyrum, hægt að troða í andlitið og henda svo umbúðunum.
Bara næs.

Vinirnir héldu veislu um páskana. Allir áttu að mæta með einn rétt á hlaðborð.
Ég sagði liðinu að ég kæmi með rétt sem slægi allt út.
Mætti með 2 sómasamloku og tortillabakka.
Amma P. er rétt búin að fá málið aftur.
Hann varð kjaftstopp.
Ég mæli með heimsendum mat í húsmæðraorlofum og sómasamlokubökkum þegar slá á í gegn í sameiginlegum hlaðborðsveislum.
Þess á milli mæli ég með þessum réttum sem ég eldaði í gærkvöldi :)

Það er gaman að vera amma...

.. er ég nokkuð viss um.
Í kvöld voru í mat og heimsókn hjá mér lítil systkini.
Sú litla faðmaði á mér fæturnar af og til. Hún náði ekki hærra upp.
Hann sagði mér nokkrum sinnum að hann ætlaði að "búa hér".
Þau fengu ávaxtabita með sjóræningjapinnum í.
Svo bjuggu þau til sínar eigin pizzur.
Eltust við Sófus og spjölluðu við okkur.
Foreldrarnir voru líka í mat og fengu parmaskinku á salatbeði með ferskum fíkjum og piparrótarsósu í forrétt.
Beikonvafða nautalund fyllta með foie gras með fondant kartöflum og rauðvínssósu í aðalrétt og ekta lemontart í eftirrétt.
Kaffi og koníak.
Ég fékk sætustu knúsa í heimi þegar þau fóru heim með deig í poka, sjóræningjapinnana og 2 litlar pizzusneiðar (þær einu sem urðu eftir).
Algjör krútt :)