Homminn, lesbían og heimilisfræðinördinn....
...eyddu föstudagskvöldinu í pizzugerð og trúnó.
Við gerðum humarpizzur og pizzur með klettasalati, parmesan og parmaskinku.
Þær voru æði.
Við skemmtum okkkur ofboðslega vel og ekki minna þegar það fjölgaði í partíinu eftir matinn. Þá var almúganum utan innsta vinahringsins hleypt inn.
Amma píka var í matarboði annars staðar og lét ekki sjá sig en verkfræðingurinn, skrifstofustjórinn og sölustjórinn komu og við hrundum í það!
Þynnka er víst ávallt verðskulduð en ÚFFF sumir fá meira af henni en aðrir!
Ég ætla sko ekki að detta í það á næstunni!
Að minnsta kosti ekki fyrr en um næstu helgi en þá eru lesbían og verkfræðingurinn búin að bjóða í bústað.
Sumarfríið er rétt að byrja og það eru alla helgar bókaðar fram í ágúst!
Hikk!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli