föstudagur, 22. júní 2007

Það er snilld að vera í sumarfríi ;)

Í gær eyddum við lesbían 2.5 stundum í að þrífa, rykgsuga, pússa og bóna bílana okkar.
Í dag stækkaði ég kryddjurtagarðinn og hef uppi áætlanir um enn frekari stækkun.
Ég er farin að hugsa "steinabeð".
Er ég orðin kédlíng?

Það er svo geggjað gott að sofa eins lengi og maður þarf (ég t.d. þarf 15 tíma svefn á sólahring) og geta samt gert allt sem maður ætlar að gera (þegar maður drattast á fætur, rétt fyrir eða rétt eftir hádegi).
Ég er bissí frá því ég vakna þangað til ég sofna.
Garðurinn inn er virkilega farinn að líkjast garði ;)
Gleðilegt sumar kæru vinir í Paradís ;)

Lífið er yndislegt ;)

Engin ummæli: