Tiltekt og húsfélagsdjamm!
Í gær var tiltektardagur í húsinu.
Við löguðum girðingar, máluðum ruslatunnugeymslurnar, gróðursettum sumarblóm, fúavörðum, girtum enn meira og löguðum til.
Það er orðið alveg svakalega fínt hérna.
Það eru allir í húsinu þunnir og ekki að ástæðulausu. Þvílíkt partý!
Ég er komin með gróðursetningarfíkn!
Ég ætla að stækka matjurtagarðinn minn og fá mér einhverjar ægilega sætar plöntur og setja upp ker út um allt.
Ég verð náttlega að planta meiri myntu í alla mojitos sumarsins.
Prentsmiðjan er víst komin með heilan akur af myntu enda veitir ekki af þar sem við lesbían eigum lögheimili í Costa del Yrsufell alla sólardaga í sumar :)
Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru vinir ;)
2 ummæli:
Mér líst vel á að þú sért að planta til að uppskera í mojitoinn. Ég VIL mojito!!!!!! hí hí hí
Þú hefur pottþétt verið flott á trampolíninu ;)
KV. Júlía gúlía
Getur fengið að sjá trampólín myndirnar frítt þegar þú mætir í mojitoana!
Hlakka svoooo til að fá þig!
Skrifa ummæli