Ég er gengin af göflunum
Fór í göngu í kvöld.
Arkaði stóran hring um hverfið.
Upp langa BREKU!!!
Hélt ég dræpist, varð lafmóð og másandi og svo eldrauð í framan og það rann af mér svitinn þegar ég náði upp á brekkubrúnina.
Vanir menn myndu kalla þetta smá halla reyndar.
Svo dröslaði ég hjólinu mínu upp úr hjólageymslunni.
Þurfti að vísu að kalla til nágrannana til að fá að vita hvort ég ætti þetta hjól.
Nú bíður það mín með pumpuð dekk hnarreist upp við húsvegg.
Nota bene, ég er ekki einu sinni komin í sumarfrí!
Hvernig endar þetta?
Ætli ég gangi á Esjuna fyrir sumarlok *glott*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli