Það er gaman að vera amma...
.. er ég nokkuð viss um.
Í kvöld voru í mat og heimsókn hjá mér lítil systkini.
Sú litla faðmaði á mér fæturnar af og til. Hún náði ekki hærra upp.
Hann sagði mér nokkrum sinnum að hann ætlaði að "búa hér".
Þau fengu ávaxtabita með sjóræningjapinnum í.
Svo bjuggu þau til sínar eigin pizzur.
Eltust við Sófus og spjölluðu við okkur.
Foreldrarnir voru líka í mat og fengu parmaskinku á salatbeði með ferskum fíkjum og piparrótarsósu í forrétt.
Beikonvafða nautalund fyllta með foie gras með fondant kartöflum og rauðvínssósu í aðalrétt og ekta lemontart í eftirrétt.
Kaffi og koníak.
Ég fékk sætustu knúsa í heimi þegar þau fóru heim með deig í poka, sjóræningjapinnana og 2 litlar pizzusneiðar (þær einu sem urðu eftir).
Algjör krútt :)
Í kvöld voru í mat og heimsókn hjá mér lítil systkini.
Sú litla faðmaði á mér fæturnar af og til. Hún náði ekki hærra upp.
Hann sagði mér nokkrum sinnum að hann ætlaði að "búa hér".
Þau fengu ávaxtabita með sjóræningjapinnum í.
Svo bjuggu þau til sínar eigin pizzur.
Eltust við Sófus og spjölluðu við okkur.
Foreldrarnir voru líka í mat og fengu parmaskinku á salatbeði með ferskum fíkjum og piparrótarsósu í forrétt.
Beikonvafða nautalund fyllta með foie gras með fondant kartöflum og rauðvínssósu í aðalrétt og ekta lemontart í eftirrétt.
Kaffi og koníak.
Ég fékk sætustu knúsa í heimi þegar þau fóru heim með deig í poka, sjóræningjapinnana og 2 litlar pizzusneiðar (þær einu sem urðu eftir).
Algjör krútt :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli