fimmtudagur, 14. júní 2007

Heilbrigðismaníubrjálæðisæði!

Jahá!
Eldsnemma morguns skellti ég dönskum beinlausum svínabóg í járnsteypupottinn og inn í ofn.
Fór svo einn hring á rope yoga bekknum og hringdi í lesbíuna sem mætti í hjólaferð.
Við hjóluðum stóran hring um Grafarvoginn.
Þegjandi því ég get ekki bæði hjólað og talað. Það er alltof mikið erfiði og ég hef ekki nægilegt súrefni til að koma frá mér orðum og hjólinu áfram samtímis.
Lesbían heimtar nú að vera kölluð hin óviðjafnanlega hjólagyðja!
Hún gekk undir því nafni fyrir ári síðan þegar hún þeysti um víðáttur ítalskra sveita með vasilín á lærunum í gelpúðarassfylltum teygjubuxum.
Í kvöld komu svo fótboltadrengur lesbíunnar/hjólagyðjunnar, lesbían, tengdadóttir mín og elsti sonur (ömmuskapararnir) og dívan í mat.
Við borðuðum svínabóginn sem var búinn að marra í eigin soði í 11 tíma, bakað rótargrænmeti og fennel gremolata.
Í eftirrétt var hvítur og bleikur ís sem ég og lesbían/hjólagyðjan sóttum hjólandi að sjálfsögðu.
Það voru allir glaðir og saddir.
Sérstaklega lesbían/hjólagyðjan sem skóf að innan ís og sósuílát í restina.
Mér er hinsvegar illt allstaðar eftir þessi gífurlega líkamsátök sem ég hef staðið í undanfarna daga og ætla að fá mér einn kaldan fyrir svefninn :)
Það er ýmsilegt ógert sem ég ætlaði að gera í dag en það má fresta því til morguns því ég er í FRÍI!!!
Góða og gleðilega nótt ;)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið verðið að fara varlega í þessum maníum ykkar. Þið notið væntanlega hjálm??? Annars er ég hrifinn af þessu framtaki ykkar og ekki gefast upp þótt á móti blási.
Kv.
homminn

Heimilisfræðinördinn sagði...

Gefumst aldrei upp sko!
Þú kemur kannski með í hjólreiðaferð við tækifæri?

Ólafur Kr. Ólafsson sagði...

Onei, það var fátt um svör þegar ég spurði um hjálmnotkun, hvað þá aðrar verjur. Þær gera greinilega ráð fyrir því að aðrir bílstjórar ryðji götur þegar þær nálgast, svona rétt eins og þegar sjúkrabílapörin æða með sírenuvæli og blikkandi ljósum. Manni dettur jafnvel Móses í hug.

Nafnlaus sagði...

mikið er ég stolt af ykkur, þið verðið þá í enn betra formi til að skokka eftir áfyllingu á mojito-ana í næstu lotu á Costa del Yrsufell

kv.
prentarinn ;)

Nafnlaus sagði...

Hahaha, mér finnst BEST að heita dívan... :Þ Takk fyrir gærkvöldið :)

Með kveðju
dívan... ;)

Nafnlaus sagði...

Það er alveg sérstaklega gaman að fara í svona ,,silent" hjólaferðir eða þannig. Gæti alveg eins verið að hjóla með mállausum pólverja. Nei, sorry haddna nördinn minn, þú stendur þig eins og hetja!

Kæri prentari, við hjólagyðjurnar munum svífa inn eftir mojito-um í næstu Costa del Yrsufell lotu, sem vonandi verður sem fyrst:P

,,Lesbían"