Stoltur matjurtagarðseigandi :)
Ég á matjurtagarð.
Það hangir ker utan í skakka skjólveggnum og í því eru oregano, steinselja og blóðberg!
Inni í stofuglugga er basilikum pottur.
Ég á lífrænan áburð og allar græjur.
Ég er stolt!
Lesbían er hér.
Hún er í urrandi skapi og hvæsir á mig reglulega.
Ég er jafnvel farin að velta því fyrir mér hvort á mig sé vaxið typpi.
Hún er nefnilega ekkert sérlega mikið fyrir karlmenn þessi elska :9
Farin út að vökva garðinn!
Ciao
Heimilis-/grasa-fræðinördinn *veif*
1 ummæli:
Hvað meinarðu að ÉG hafi verið í urrandi skapi ha? Ha? Ha? Ha? Hvæs. Ég er reyndar alltaf að komast betur og betur að því hvað karlmenn eru .........j%kfj&tg%kgbtdflkju og er í alvöru að spá í að snúa mér að hinu kyninu s.s. mínu kyni og hætta þ.a.l að setja gæsalappir utan um lesbíuna!
Lesbían (án gæsalappa)
Skrifa ummæli