mánudagur, 11. júní 2007

Frábær veitingastaður úr alfaraleið

Gallerý fiskur Nethyl.
Staðurinn er við vegamótin við Ártúnshöfðann.
Ef maður beygir til hægri lendir maður á Árbæjarsafni en vinstri beygja leiðir mann á einn albesta sjávarréttastað sem ég hef borðað á í Reykjavík.
Í hádeginu er mjög ódýrt að borða þarna.
Ég fór í hádeginu í dag með skrifstofustjóranum og við vorum báðar mjög glaðar í maganum.
Frábært uppbrot á púlvinnu dagsins en ég eyddi deginum í að þrífa og henda rusli og þrífa enn meira. Mætti sveitt og svöng upp í Nethyl og lallaði út södd og sæl og ekki nema 1200 krónum fátækari.
Fékk keilu með grænmeti, salati, sósu og bakaðri kartöflu og keilan var algjörlega hárrétt elduð og frábærlega krydduð. Sósan, grænmetið og salatið voru líka rosalega góð :)
Bon appetit.
Á morgun ætlar prentarinn að sækja mig í sólbað og ég ætla að "stinga" af úr vinnunni meðan ennþá er sól úti. Við lesbían ætlum að sóla okkur á pallinum hennar, kjafta og drekka kaffi og kannski einn eða tvo ískalda.
Yndislegir sólskinsdagar og yndislegir vinir :)

Engin ummæli: