Love/hate relationships
Ég á í slíku sambandi við sumarbústaðaferðir og útilegur.
Mér finnst gaman að vera í bústað og vera í útilegu.
EN!
Mér finnst hund hund hund leiðinlegt að versla og pakka niður öllu sem familían þarf í slíkar ferðir.
Matnum, kryddi, áhöldum, versla, pakka, skipuleggja, muna eftir öllu og finna allt sem þarf að taka með.
Óli skilur þetta bara ekki, það er svo gaman og þetta er svo lítið mál segir hann alltaf.
Enda ekki furða, hann kemur bara heim úr vinnunni og sest í bílinn með mér sveittri, úfinni, stressaðri og taugabilaðri og ekur af stað með allt á tæru.
Ég óska eftir skipuleggjara, innkaupastjóra og pakkara!
Þá fer ég glöð í fríið!
N.b. við erum sem sagt á leið í bústað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli