Ævintýri sem endaði vel :)
Einu sinni var ung og góð stúlka sem átti móður og vondan stjúpa.
Stjúpinn átti heima í Vondalandi en litla góða stúlkan átti heima í Undralandi hjá föður sínum.
Einn dag ákvað móðirin að hún vildi fá litlu góðu stúlkuna til að passa afkvæmi sín og vonda stjúpans.
Litla góða stúlkan var þá send til Vondalands til móðurinnar og vonda stjúpans undir því yfirskini að hún ætti bara að fara í stutta heimsókn til Vondalands.
Aumingja stúlkan var kyrrsett í heil þrjú skelfileg ár í Vondalandi hjá mömmunni og vonda stjúpanum.
Í Vondalandi hömuðust allir við að vera vondir við alla lon og don og voru sælli og ánægðari eftir því sem þeim tókst að vera meira vond(ar/ir).
Litlu stúlkan þráði að komast aftur heim til Undralands þar sem öll dýrin í skóginum voru vinir og allir voru sætir og krúttlegir hver við aðra.
Stúlkan fékk ekki að fara frá Vondalandi fyrr en hún var búin að gleyma Undralandi.
Í kvöld var boðað til reunions hjá Vondalandsnemendum.
Litla stúlkan sem er ekki lengur lítil en ennþá voða góð mætti.
Undarlegt að sjá. Vondalandsnemendur virðast hafa lent í andlegum og sálrænum frysti.
Nema einn, sá komst undan í æðstu menntastofnun landsins og losnaði þar undan álögum vondalands.
Hinir Vondalandsnemendurnir voru hrukkóttari og eldri en áður en öll ennþá jafn mikið undir álögum Vondalands.
"Aumingja þau" sagði ekki lengur litla, en ennþá góða stúlkan. "Þau hafa verið of lengi í Vondalandi og verða undir áhrifum að eilífu". "Þeim verður ekki viðbjargað nema kannski ef jesústelpan biður rækilega fyrir þeim".
Litla stúlkan fór svo bara glöð heim úr reunioninu í Paradísina sína þar sem eingöngu er að finna hrikalega dásamlegt, vel hugsandi og heilbrigt fólk sem er með öllu laust við að vera undir álögum frá Vondalandi.
Fyrst kom hún reyndar við á Deco með tveimur af besta fólki Paradísar, lesbíunni og hommanum og fékk sér einn bláberjamojto ;)
Lífið er yndislegt í Paradís :)
1 ummæli:
Gott komment á miður góðann menningarheim vondalandsins.
Kv eftirlifandi vondalandsins í endurnýjaðri paradís.
Skrifa ummæli