Vín og dóna sms
Besta eftirréttavín sem ég hef smakkað heitir Bava "malvasia di Castelnuovo don Bosco".
Það er geggjað með sítrónutertu og ég er viss um að það er líka æðislegt með súkkulaðitertum og ostatertum.
Svo má vel hafa það bara með sjálfu sér ekki síst þegar legið er í heitu freyðibaði með kertaljós og rómantískan karlmann á baðbrúninni.
Skál :)
Mamma vinkonu minnar vaknaði upp við sms frá dótturinni. Smsið var lýsing á því hversu heitt dóttirin elskaði eigin píku og lýsingin var ákaflega ítarleg.
Tösku vinkonu minnar með símanum í var nefnilega stolið á Players í gærkvöldi og þjófurinn dundaði sér við það framundir morgun að senda stórundarleg sms á flesta aðila í símaskránni hennar.
Hjásvæfan hennar sem er stödd erlendis fékk sms um hversu heitt hún elskaði eigin sníp og svo að hún væri komin út úr skápnum og orðin lesbía.
Ég vaknaði í morgun og fann vinkonuna á sófanum mínum sofandi. Húslyklarnir voru í töskunni hennar sem var stolið svo hún var húsnæðislaus og laumaðist inn hjá mér í skjóli nætur.
Ég fékk engin dónaleg sms frá þjófnum. Mér finnst það eiginlega hálfgert svindl!
2 ummæli:
Var að tékka á símanum og ég hef fengið eina tilkynningu þess efnis að viðkomandi haldi að hún sé lesbía. Já, það er margt í mörgu.
Kveðjur Árni Geir
Sorry Áslaug mín, ég bara skil ekki hvað þjófurinn var að hugsa, ég skal bara senda þér dóna sms í eigin persónu, svo engin verði skilin útundan. Þá eru allir glaðir :D Árni minn, fæ ég ekkert svona ,,join the club" boð?
Kv. ,,lesbían" hehehehe
Skrifa ummæli