Ég er með strengi!
Ég get ekki hóstað nema varlega og þarf líka að lyfta höndunum varlega.
Þetta kom samt ekki í veg fyrir að ég henti mér á hjólhestinn og þeysti af stað.
Lesbían glannaðist á undan á ALLTOF mikilli ferð og ég lötraði, lafmóð, eldrauð í framan og rennandi sveitt á eftir henni.
Við hjóluðum örugglega milljón kílómetra og ég gat varla staðið þegar ég kom heim.
Lesbían kallaði mig hetju svo ég er að spá í að kalla hana hjólagyðjuna hér eftir.
Finnst samt hún eigi að hafa kaðal aftan í hjólinu sínu og draga mig áfram upp erfiðustu brekkurnar (sem eru reyndar bara smá halli)!
Húrra fyrir hetjum og hjólagyðjum!
Ég talaði við Baldur Sæmundsson í Menntaskólanum í Kópavogi í morgun og ætla að hitta hann í næstu viku.
Ég er svo skipulögð að ég er að ganga frá skipulagi á kokkakeppni grunnskóla Reykjavíkur fyrir næsta vetur.
Húrra fyrir mér!
Baldur er yndislegur eins og allir þeir sem komu að keppninni frá M.K.
Húrra fyrir starfsfólki matvælabrautar MK!
Ég hlakka til næsta vetur. Það er svo gaman að vinna með jákvæðu og kröftugu fólki.
Annars á ég að vera að gera námsskrá. Á 3 bekki eftir og gengur hægt að klára.
Það er svo margt sem glepur, hjólreiðar, hollusta og bloggþörf!
Stúdentinn minn og kærastan eru að fara ásamt 5 vinkonum til Grikklands í nótt.
Ég ætla að biðja þær að senda slatta af sól yfir þegar þær eru komnar út.
Ég þarf nefnilega að halda við brúnkunni sem ég byrjaði að mynda í Costa del Yrsufell á þriðjudaginn.
Ég er sannfærð um að það opnar sólarströndin þar með mojitos og tilheyrandi um leið og kemur sól!
Hlakka til :)
1 ummæli:
Ég er ekki glanni!! Kannski bara pínu pons, það er bara svo gaman að þeysa um á milljón niður brekkur:D
,,L"
Skrifa ummæli