Sól, sumar og mojitos!
Laumaðist heim úr vinnunni í gær og verð að bæta fyrir það með því að vinna aukadag.
En það var vel þess virði.
Ég var sótt af prentaranum og mér ekið beint út á pall.
Þar flatmagaði ég í frábærum félagsskap með Mojitos í röðum.
Mér var svo boðið í grillveislu um kvöldið ásamt Ólafi og lesbían fylgdi með að sjálfsögðu.
Þetta var bara geggjað.
Ég ætla að flytja næst á stað sem hefur suðurgarð og sólpall.
Ég er jú með garð en það er alltaf vindur og enginn sólpallur og svo snýr veröndin mín ekki í suður.
Þetta næst kemur reyndar ekki fyrr en mér verður runnið flutningsofnæmið sem er svo öflugt að það hefur ekkert slegið á það í þessi 9 ár sem ég hef búið hér.
Ég verð örugglega grafin nánast í bakgarðinum enda Grafarvogskirkjugarðurinn næstum við húsgaflinn hjá mér svo það eru hæg heimatökin.
Nú er ég að glíma við sólbruna sem ég vona að breytist í brúnku sem ég get svo vonandi viðhaldið ef það kemur annar sólardagur eins og í gær.
En, ég bý á Íslandi, Reykjavík, svo ég verð að sætta mig við verðurspána sem er súld og regn næstu daga!
1 ummæli:
Skrifa ummæli