Costa del Dísó ;)
Þetta er ótrúleg snilld!
Sólin skín dag eftir dag og húðliturinn er smátt og smátt að verða eins og á spánskri senjórítu!
Æ lofitt!
Stúdentinn kom heim í dag frá Grikklandi/Danmörk og ég er brúnni!!!
Frændi minn hann Tóníus er í heimsókn og í tilefni þess var grillað lambalæri, fyllt með döðlum, hvítlauk og rósmarín kvistum. Það var snilldargott.
Veðurspáin lofar meiri sól svo garðurinn er orðið fast aðsetur.
Heimilið verður drullugra með hverjum deginum en það er allt í lagi. Þessi drulla verður enn til staðar þegar sólin hættir að skína.
Verst að það er hætt við því að þá þurfti maður að eyða amk heilum degi undir sæng til að jafna sig eftir stöðug sólböð!
Skrifstofustjórinn kom í garðinn með nýbakað bananabrauð sem var JÖMMÍ!
Og Tóníus fór með mér í heimsókn til Kiddu Jesúbarns og varð yfir sig hrifinn af henni, Of kors, hún er bara snillllllllld!
Kidda geðpilla ætti kannski betur við en Kidda Jesúbarn, þarf að íhuga málið :9
Eftir 4 daga fer ég til DK að hitta Englafólkið mitt ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli