mánudagur, 24. desember 2007

Gleðileg jól :)


Gleðileg jól

Þorláksmessa par excellence :)

Þvílík rósemdar og notalegheita Þorláksmessa.
Vöknuðum um ellefu, stjáklað fram að horfa á nýskreytta jólatréð sem var reyndar ekki full skreytt fyrr en elsti sonurinn mætti upp úr hádegi til að tylla ástralska englinum á tréð. Þá var verkið fullkomnað.

Skruppum til góðra nágranna sem hafa það fyrir sið að taka á móti gestum og öðrum með nýbökuðum pönnukökum og brýna hnífa gestanna. Alveg meiri háttar :)
Á viðkomandi heimili er stærsta jólatré sem ég hef nokkurn tíma séð og jólaljósaseríur sem snúast í hringi!!

KVöldið endaði á því að sonurinn og tengdadóttirin, ömmustrákurinn, frænkan, tengdó og homminn, verkalýðsfrömuðurinn og strípalingurinn komu í jólaglögg og kvöldið var einfaldlega frábært!!

Durgurinn var í verslunarferð síðdegis og fram á kvöld. KOM heim með Maldon salt og ananas hringi sem vantaði og dró svo óforsvarendis fram hákarlskrukkuu af besta hákarli upp úr pokanum.

Ég og séra Jón vorum aldeilis ánægð!

Jólaknús!

laugardagur, 22. desember 2007

Algjör sæla að vera til :)

Ég, karldurgurinn, yngsti sonurinn, vegagerðarmaðurinn og fjölbrautarskólakennarinn fórum á blues tónleika í kvöld.
það var brjálæðislega gaman :)
Björgvin Gísla var í þvílíkum fíling á sviðinu og Dóri, Gummi P., Ásgeir og Sigurjón voru snilldin ein svo ekki sé minnst á KK og við skemmtum okkur þvílíkt vel.

Á miðjum tónleikum upplifið ég algjöra alsælutilfinningu. Elsti sonur minn hringdi þegar við vorum að leggja af stað í þvílíkum jólafíling, dóttirin var alsæl á leið heim í jólafrí og sá yngsti með mömmu gömlu á tónleikum.
Ég er gífurlega heppin, börnin mín eru hreint út sagt frábær og ég fæ að njóta þeirra frá a-ö um jólin og við erum öll jafn ánægð og kát með það!

Þetta er algjörlega besti árstíminn og ég vildi að alla daga væru jól!!!

Jibbíkóla!

föstudagur, 21. desember 2007

Brjálaður draugagangur!

Sver það.
Draugarnir á heimilinu ÉTA lakkrístoppa eins og þeir séu í akkorði.
Það er sama hvað ég baka margfaldar uppskriftir af lakkrístoppum, aftur og aftur, þeir hverfa allir.
Heimilismeðlimir setja allir upp sakleysissvip og þykjast varla hafa étið neitt.

Það er því ljóst að í þessu húsi er draugagangur og þessir draugar ÉTA lakkrístoppa!

Hvar fær maður draugheldan lás?

Jömmmmí!

Jólahlaðborð Argentínu er alfarið það allra besta sem ég hef prófað.
Nautacarpaccio með truffluolíu er líklega besta atriðið á borðinu ásamt gæsapatéi og sjávarréttasalatinu.
Hreint út sagt sælgæti.
Heitreyktur kalkúnn var líka ofboðslega góður og líka fyllti kalkúninn og svo fékk ég lambafille beint af grillinu, vel rautt í miðjunni, sem hreinlega bráðnaði upp í mér.
Var svo södd eftir forréttina og lambið að ég sleppti eftirréttunum sem voru þó með afbrigðum girnilegir.
Þjónustan var snilld fyrir utan atriði þegar stúlkan hellti úr 2 flöskum af bjór yfir bakið á einni Nordic skvísunni sem þurfti svo að sitja í blautum stól frameftir kvöldinu en þá var málunum bjargað með borðdúk.

Stelpugreyið var alveg í rusli.

En ég mæli með Argentínu í góðum félagsskap og frábæru jólahlaðborði. Svíkur sko engann!

Og Nordic! Takk kærlega fyrir mig! Það er glæsilega gert að bjóða bæði starfsfólki og mökum upp á allan pakkann frá a-ö!

fimmtudagur, 20. desember 2007

Jólafrí!!

Ég er komin í jólafrí og durgurinn er kominn í frí í kvöld!
Nordic býður svo starfsmönnum og mökum í jólamat á Argentínu í kvöld.
Yndislegt fólk sem maðurinn minn vinnur með svo ég hlakka virkilega til.

En fyrst fer ég í sund með ömmustráknum mínum. Hann er nefnilega í ungbarnasundi og ég fæ að fara með í dag. Það verður bara æðislegt að fá að sjá hann skvampa!

Karldurgurinn átti afmæli í fyrradag og var svo heppinn að fá einn Leppalúða og eina prentsmiðju í heimsókn. Hann var mjög glaður með "afmælispartýið" :)

Í gærkvöldi komu svo tengdadóttir mín og mamma hennar í hornabakstur. Við enduðum á að elda tandoori kjúkling og baka naan brauð og ömmustrákurinn dundaði sér á teppi á meðan og gaf frá sér mikil ánægjuhljóð í hvert sinn sem við ömmurnar og mamma hans litum á hann. Ég verð að segja að það að vera amma er alveg með skemmtilegri hlutverkum sem ég hef verið í um dagana :)

Annaðkvöld er svo stefnan á að mæta á blues tónleika í Öskjuhlíðinni og hafa yngsta soninn með. Hann er mikill gítaristi og við ætlum að ræna honum úr vinnunni svo hann fái að upplifa suma af bestu gítarleikurum landsins live í góðum félagsskap vegagerðarmannsins og fjölbrautarskólakennarans :9

Aðventan er æði!

mánudagur, 17. desember 2007

Við vorum lítil tröll :)

Í gamla daga vorum við systkinin óendanlega hugmyndarík í prakkarastrikum.
Þetta kom mjög auðveldlega til okkar og við vorum eiginlega aldrei að vinna sérstaklega í því að vera óþekk.

Ein jólin vorum við systur skildar eftir einar heima rétt fyrir jólin.
Um leið og við vorum öruggar um að við værum einar klifruðum við með töluverðri fyrirhöfn upp í gatið upp á háa loft.
Þar hafði móðir okkar falið jólagjafirnar, bæði frá sér og þær sem borist höfðu með pósti frá ættingjum víðsvegar um landið.
Við grófu, uppi jólapokana og týndum hverja einustu jólagjöf upp úr pokunum.
Afar varlega losuðum við límbandið og kíktum í pakkana.
Límdum aftur og settum á sinn stað.
Undir það síðasta kom í ljós að það var bara pakki til annarar okkar frá Sigrúnu frænku. Það þótti okkur afar dularfullt. Þetta var minn pakki sem vantaði.
Við vissum vel að Sigrún elskaði okkar báðar jafnt og það gat ekki verið annað en við hefðum báðar fengið pakka.
Eftir leit um alla fyrri felustaði jólapakkanna fundum við loks pakkann innst undir sófanum í stofunni.
Við þorðum ekki að sameina hann við hina ef þetta væri nú gildra sem móðir okkar hefði lagt fyrir okkur.
Á aðfangadagskvöld var svo rúllað um gólfið með dramatískum leiktilburðum og alveg fyrir tilviljun komið auga á "pakka undir sófanum".
Ég held hún móðir okkar hafi aldrei fattað að þessi jól var verið að opna flesta pakka í annað sinn á aðfangadagskvöld :)


Þessi jól var bróðir okkar í föðurhúsum og hann sendi okkur allskyns skrifstofudót í pakka, þar á meðal hlut sem við vissum ekki hvað átti að gera við en skýrðum "gágá".
Í dag veit ég að hluturinn er oftast kallaður tannhvöss tengdamamma og notaður til að losa hefti.

Í dag forðast ég að horfa mikið á jólapakka þar sem ég hef eftir alla þjálfun barnæskunnar allt að því yfirnáttúrulega hæfileika til að fatta hvað er í þeim bara við að horfa á þá og vita hvaðan þeir koma.

föstudagur, 14. desember 2007

fimmtudagur, 13. desember 2007

Tröllapera

Ég er að spá í að vera tröll um jólin.
Spýta á gólfið, sjóða bein í stórum potti og þamba kokkteil.
Or not.
Ætli ég verði ekki bara pent tröll og sjóði hamborgarhrygg :)
Ömmustrákurinn yrði líklega hræddu við mig í tröllaham.

Við fórum með dívuna og yngsta soninn á Tröllaperu hjá leikhópnum Peðinu í kvöld.
Það var hressilega groddalegt stykki um Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina.
Jólakötturinn var ekki í verkinu.
Pabbi hennar Grýlu sem er búinn að vera í heimsókn í hellinum í 80 ár var nefnilega skilinn eftir einn í 20 mínútur og át Jólaköttinn.
það stóðu í honum hárkúlurnar.

Áður en við fórum á leikritið settum við Dívan krem á og súkkulaðihjúpuðum 250 sörur með aðstoð Durgsins.

Nammm!

Vellíðan

Mér líður einkennilega vel.

Gisti í nótt hjá yndislegri konu og svaf eins og engill í ókunnu rúmi sem er mjög óvanalegt fyrir mig.

Mjóu rúmi meira að segja og ég sem þarf venjulega að leggja undir mig þrjá fjórðu af hjónarúminu.

Ég fékk mjúkan knús á báðar kinnar þegar ég kvaddi í myrkrinu og fann að vera mín þarna hafði skipt máli.

Skipti mig líka máli.

Það er hollt fyrir sálina að hugsa um annað en sjálfan sig af og til.

Eigiði góðan dag, ég veit að minn dagur verður það.


þriðjudagur, 11. desember 2007

Toppar, toppar og meiri toppar!

Bakaði meiri lakkrístoppa í dag.
Þrefalda uppskriftin frá sunnudeginum er búin svo það var ekki seinna vænna.
Bakaði líka 2 nýjar útgáfur af svona marengstoppum.
Í annarri eru daimkúlur, dökkt súkkulaði og Nóa kropp og í hinni eru Freyju rísbitar.
Rísbitarnir eru í öðru sæti á vinsældalistanum á eftir lakkrístoppunum.
Skinkuhornin frá sunnudeginum eru að verða búin og ég er klár í að baka annan sexfaldan skammt á fimmtudaginn.
Ég er nefnilega upptekin í hálfgerðum jólasveinaleik á morgun, annaðkvöld og aðra nótt.
Á fimmtudagskvöldið kemur hún Sunneva stjúpdóttir mín í sörugerð með mér.
Ég er búin að baka 250 sörubotna sem heppnuðust með ólíkindum.
Er búin að baka sörur (sem hétu franskar súkkulaðikökur þá) síðan 1982 og hef ekki sleppt einum einustu jólum og þær hafa aldrei tekist eins vel.
Nýji ofninn og Kitchenaid hrærivélin standa fyrir sínu.

Svo er það gleði dagsins.
Ég fékk hreinlega tár í augun.
Sonur minn, tengdadóttir og ömmustrákur ætla að borða hér með okkur á aðfangadag og opna pakka.

Ég hlakka ósegjanlega til!

mánudagur, 10. desember 2007

Þau munu erfa landið!

Var að fara yfir verkefni í dag.
Nemendur hafa ótrúlegt hugmyndaflug!

Svar við spurningunni "Hverjir eru tveir flokkar vítamína?" var "fitubindindi og vatnsbindindi"!
Svar við "Teldu upp hvað er nauðsynlegt að hafa í huga þegar matvæli eru keypt?" var "brauð, smjör og hnífur"!

Þessi er svo hrein snilld!!

Svar við "Hvað þarf að hafa í huga þegar matarafgangar eru hitaðir upp?" var "að ofninn sé rétt stilltur annars deyja afgangarnir"!!

Ég hló upphátt!

Annar kennari fékk þessi svör í kynfræðsluprófi.
Hvað er sjálfsfróun? "þegar maður frjóvgar sjálfan sig"!
Hvað er umskurður? "þegar kóngurinn er skorinn af"!

sunnudagur, 9. desember 2007

Ilmurinn er indæll :)

Jólafílingurinn er alveg kominn í hæsta gír og allir heimilismeðlimir jafn smitaðir.
Á föstudagskvöldinu var farið á jólahlaðborð og George Michael sýninguna á Broadway með enskukennaranum og vegagerðarmanninum. Maturinn var virkilega góður, showið fínt og Eurovision bandið sem spilaði fyrir dansi á eftir kveikti heldur betur í mannskapnum.
Svo vel að durgurinn og nördinn eru öll lurkum lamin og höltrum um íbúðina í dag.

Ömmustrákurinn kom í pössun eftir fjölskyldubrunch á laugardeginum og var hjá okkur framundir miðnætti. Hann hló og skríkti mestallan tímann og var alveg eins og ljós.
Hann svaf úti í vagni í tæpa tvo tíma og yngsti sonurinn og durgurinn hlupu út á 10 mínútna fresti til að gá hvort hann væri nokkuð frosinn í hel.
Sá yngsti hélt því fram að þetta væri slæm meðferð á barninun, hann myndi sjálfur eftir því hvað honum hefði verið kalt þegar hann sjálfur svaf úti í vagni yfir vetur!

Nú er 6föld uppskrift af fylltum hornum að lyfta sér og ein plata af lakkrístoppum í ofninum, önnur bíður tilbúin og hálffull hrærivélarskál bíður eftir að plötur losni.
Jólarásin heldur uppi fjörinu!

Þetta er bara dásamlegasti árstíminn og ef hægt væri að setja jólafíling/jólagleði á flöskur og selja sem meðferð við þunglyndi yrði ég rík.
Jibbíkóla, ofninn pípir og tími til að skipta um plötur!

fimmtudagur, 6. desember 2007

"Í hvaða stíl eru jólin þín"

Það urgar í mér pirringurinn þegar þessi auglýsing birtist á sjónvarpsskjánum.
Mér finnst jólin bara alls ekki vera tískufyrirbæri sem skipta litum eins og einhver heilalaus tískueltibjálfi!
Jólin eru hefð og breytast ekki frá ári til árs!

Hvað með minningar barnanna um skrýtnu jólakúluna, stjörnuna, jólasveinin sem þau settu ár eftir ár á jólatréð?

Sumir eiga marga umganga af jólaskrauti og eru til skiptis með bleik, svört, fjólublá, hvít eða silfruð jól og ég bara skil þetta ekki!

Heima hjá mér er eitt það skemmtilegasta við jólin að tína upp úr kössunum hluti sem eiga sér sögu og tengingu við heimilismeðlimi í gegnum tíðina.

Ég held líka að börnin mín myndu leggja mig inn til yfirgripsmikillar geðrannsóknar ef ég tæki upp á því einhver jólin að hafa svört eða hvít jól, hvað þá bleik eða fjólublá!

Hjá okkur eru jólin saga og hefðir, sömu hlutirnir ár eftir ár og við erum alltaf jafn hamingjusöm með ósamstæðu, skrautlegu jóladýrgripina sem okkur hafa áskotnast hvaðanæfa af úr heiminum frá vinum og vandamönnum í gegnum tíðina. Í Dísaborgum má ganga að eldgömlum skrauteplum með tannaförum allra barnanna í á jólatrénu á hverju ári. Krukkur með allskyns málningu, eftir nú harðfullorðna einstaklinga, fá líka alltaf heiðursess í mínum hillum yfir hátíðirnar, hvort sem þær eru málaðar í grænu, fjólubláu, rauðu eða hvítu.

Þannig eru jólin fyrir mér. Klassísk, marglit og hefðbundin með smá strumpaívafi!
Hana nÚ!

mánudagur, 3. desember 2007

Jólastrump!



Við tókum jólastrumpið á föstudagskvöldið um leið og doktorinn kom inn úr dyrunum.
Hoppuðum okkur næstum í öngvit en úff hvað það er gaman!

Strumparnir kunna sko að jólast!

Var í brúðkaupsmanagering störfum allan laugardaginn og fram undir miðnætti.
Það tókst ákaflega vel og gestirnir voru alsælir með matinn.
Til hamingju Kolli og Þórhalla.

Jón Þór ömmustrákur kom með foreldrum sínum í mat á sunnudagskvöldið og hann verður krúttlegri með hverjum deginum. Hann er síbrosandi, skríkjandi og brjálæðislega sætur.

Karldurgurinn þreif eldhúsið um helgina og setti upp jólagluggana í eldhúsinu og borðstofunni og eins og venjulega er þetta mega flott hjá honum.

Vinnuvikan er byrjuð og ég er svona að spila mig upp, í þeirri merkingu að safna saman þeim hættuspilum sem ég kom höndum yfir því í spilavali í dag á að spila það spil með stæl.

það styttist í jólin!

fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Ólafía er yndisleg :)

Meine deutche kaffimaskine er yndisleg.


Hún hefur hlotið nafnið Ólafía í höfuðið á karldurginum/heimilisþrifameistaranum og er nú annað mikilvægasta heimilistækið hér. Ég fékk líka þá dellu í hausinn 11 ára gömul að sannfæra alla um að ég héti í raun líka Ólafía. Á umslaginu með einkunnablaðinu mínu það árið stóð allt mitt langa nafn og svo Ólafía í endann föður mínum til undrunar :)


Blessunin hún Ólafía spýtti út úr sér án mikillar fyrirhafnar þessum yndislega tvöfalda latte með heslihnetusýrópi og nú er ég mikið að spá í að gleypa í mig eitt sett af verkjalyfjum og gera svo eitthvað.


Ég veit reyndar ekki hvað ég nákvæmlega ætti að gera.


Það þarf að endurvinna fataskápinn, hann er einfaldlega fullur af fötum sem pössuðu fyrir einhverjum árum svo að dulurnar sem passa núna eru í hrúgu á kommóðunni.


Á morgnana gref ég svo eitthvað úr þessari hrúgu en fataskápurinn er óopnaður flesta daga.


Ég veit líka að ég á nokkur pör af vettlingum sem leynast í hrúgunum í forstofunni og að það þarf að hafa vettlinga tiltæka í kuldanum.


Ég hef ákveðið að halla mér undir sæng meðan verkjatöflurnar taka til starfa og horfa á einn þátt af law and order criminal intent og velta því fyrir mér hvað ég geri á meðan.


Kannski er ég líka alls ekki nógu hress til að standa í svona stórræðum og ætti frekar að klára að mála strenginn í flókaskóm og heitum sloppi :) með latte í einari og pensil í hinari :)

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Það vottar fyrir jólafiðringi

Finn fyrir fyrstu einkennum af jólafiðringi.
Hann hefur haldið sig óvenjulega vel til friðs þetta árið.
Spítalaferðir draga greinilega úr framkvæmdagleðinni sem venjulega hellist yfir mig á þessum árstíma.

Jólabókin er samt komin fram og eitthvað búið að punkta niður.
Það er græja sem allir hefðu gott og gaman af að koma sér upp.
Þetta er mjög falleg bók sem var keypt í London 2006 af mér og karldurgnum. Hann notar ekki bókina en er einlægur aðdáandi hennar.
Í bókina er svo allt sem tengist jólum og jólaundirbúningi skrifað.
Forveri þessarar bókar inniheldur öll jól mín frá árinu 1996 en nýja bókin var tekin í notkun í fyrra.
Þarna kemur fram hvað ég hef gefið öllum í jólagjafir, hverjum ég sendi kort, hvenær ég sendi kortin, hvenær ég gerði hvað og hvernig.
Matseðill allra hátíðadaganna og hvað var drukkið með kemur líka fram, allt sem var bakað, hversu mikið af því og svo framvegis.
Daginn sem jólatréð er skreytt er svo nokkurs konar dagbókarfærsla sem lýsir ástandi fjölskyldu og heimilis.
Á aðfangadag er svo skráð inn hver fær hvað frá hverjum.

Hér eru heilmiklir jólasiðir og serimóníur og nú er doktorsneminn komin á hvolf í eigin undirbúning og ég verð að segja að hún og fylgidoktorinn eru einstaklega jólasinnaðar og efnilegar.

Einn af siðunum er að spila jólastrumpadiskinn í botni og dansa um alla íbúðina eins og brjáluð. Það er algjörlega kominn tími á þennan atburð núna og nú bíð ég eftir því að doktorinn komi heim að hoppa!

Kæri doktor! Komdu heim!

Ég er aðeins að losna frá rúminu og sé að ég get alveg tekið létt hopp og sungið með! Það er jú ekki hægt að byrja að jólast fyrr en hin árlega spilun og strumpadans er búið!


Ég bíð!

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Rúmliggjandi rúmlaus kona!

Ég er rúmliggjandi.
Eldsnemma í morgun hringdi maður og sagðist vera að koma að sækja dýnurnar í rúminu til uppherðingar hjá RB rúm.
Rúmið mitt er nú dýnulaust og ég flutt í stofuna með sængina mína.´

Ég er því sófaliggjandi.

Það er ekki hollt að vera svona rúm/sófa liggjandi.
Ég er dottin í botnlausar sjálfsbetrunar mannskilnings pælingar.
Og ekki læt ég sjálfa mig duga heldur tek vinina fyrir í röðum.
Hringi svo og upplýsi þá um allskyns sjálfsbetrunar, björgunarstarfsemi sem er algjörlega lífsnauðynlegt að byrja á ekki síðar en strax.

Hef komist að einni niðurstöðu.

Karldurgurinn minn er besti durgur í heimi og ég gæti ekki hugsað mér að treysta annarri manneskju jafn djúpt og mikið fyrir sjálfri mér og honum.
Ég fæ tár og þarf að draga andann djúpt þegar ég hugsa um hversu mögnuð manneskja hann er.
Takk.

miðvikudagur, 21. nóvember 2007

Silfursmjörkúpa!

Mig langar sjúklega í silfursmjörkúlu til að bera smjör á borð í.
Þegar ég er með "fín" matarboð nota ég hvítt stell, silfrað og glitrandi borðskraut, silfurdiska undir vínflöskur, dropavara úr silfri, hnífapör úr fínasta stáli (eða silfri í eigu karldurgsins) og fallega silfraða og glitrandi servétturhingi, silfur "cheeky tongue" kúlu með skeið fyrir Maldon salt og bráðvantar geggjaða silfurkúpu eða kúlu.
Helst alveg eins og tengdamamma á!
Hennar er úr silfurpletti á fótum, kúpa yfir og maður rennir ofan af henni til hálfs og þá er glerbakki undir smjör undir.
Brjálæðislega flott en fæst hvergi!
Ef einhver sem ég þekki finnur eitthvað svona, bilað fallegt, plain, eða skreytt silfur eða stál ílát á fótum eða án fóta, gamaldags eða framúrstefnulegt ílát til að bera fram smjör í MUNIÐI ÞÁ EFTIR MÉR!
Ég borga gripinn að sjálfsögðu!

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Ég er næstum orðlaus!

Í 24 stundum í dag á blaðsíðu 44 spjallar Kobrún Bergþórsdóttir um þáttinn "ertu skarpari en skólakrakki".
Þar segir hún "Skólaseta er til lítils enda eru skólar bara geymslustaðir".
Jæja já.
Hún segir líka: "Það sem skiptir máli lærir maður af bókum sem hægt er að lesa heima og af góðu fólki".
Og hvar eiga þá börnin að læra að lesa til að geta svo lesið allar þessar góðu bækur sem þau eiga að læra um lífið af?

Kolbrún hefði kannski orðið hið fullkomna foreldri og séð um að kenna börnunum sínum að lesa, reikna og skrifa. Æft þau í lestri og valið handa þeim góðar bækur, kennt þeim ljóð og sögur, hjálpað þeim að æfa sig í skrift og teikningu. Hún hefði eflaust orðið gífurlega flink í að kenna þeim heimilisfræði.
Vafalaust hefði hún sleppt því að setja sín börn í geymsluna ógurlegu þar sem heimtufrekir og dónalegir kennarar hanga yfir geymslubörnum án þess að hafa nein inngrip í uppeldi og uppfræðslu þeirra.

Hvað ætli hún eigi mörg börn?

mánudagur, 19. nóvember 2007

Amma gamla í jólaföndri :)

Ég er að föndra.
Jólaföndur.
Fyrir 24 árum síðan teiknaði ég 24 jólasveina og málaði þá á langan strigastreng.
Saumaði 24 rauða hringi í og síðan hefur þessi strengur ávallt verið hengdur upp aðfaranótt 1. des.

Svo kemur einn pakki á hverri nóttu á strenginn þangað til jólin koma og strengurinn er þá fullhlaðinn af litlum jólapökkum.
Á annan í jólum er svo pökkunum skipt á milli barnanna á heimilinu (sem öll eru nú vaxin upp úr strengnum) og þau dunda við að opna.
Þótt börnin séu orðin stór er strengurinn ennþá partur af aðventunni og jólaundirbúningnum. Núorðið fyllist hann af jólahappaþrennum :)

Þessi jólahefð hefur spilað stórt hlutverk í aðventunni og við eigum öll hlýjar og skemmtilegar minningar frá morgunstundum þegar gáð var með miklum spenningi hvernig pakki hefði komið á strenginn um nóttina.

Einhvern tíma spurði eitthvert afkvæmanna mig með grunsemdaraugnaráði hvort það væri ég sem setti pakkana á strenginn (þau voru nefnilega sannfærð um það frá unga aldri að pakkarnir kæmu ofan úr fjöllum). Ég sagði að ég sæi bara um að hengja þá upp en þeir væru í raun frá Grýlu sem notaði sér ferðir sveinanna til að skila þeim til mín.
Þetta var ekki rætt dýpra eða frekar sem er gott því jólasveinarnir koma jú ekki til byggða fyrr en 11.des (eða er það 12.?) og hvernig í veröldinni ætti þá Grýla skinnið að geta sent pakka með þeim 1.des? Yndislegt hvað krakkar sætta sig við einfaldar skýringar.

Nú er kominn ömmustrákur sem þarf endilega að upplifa og verða hlutur af þessari hefð.
En striginn sem er í boði í dag er mun grófari og amman ekki eins flink í höndunum og fyrir 24 árum síðan.
Ég ætla samt að halda áfram. Í versta falli mála ég bara annan ef mér lýst ekki á strenginn þegar málun lýkur.

Hann Jón Þór ofurkrútt getur ekki alist upp strenglaus í desember, við faðir hans erum algjörlega sammála um það!!

Það er líka ágætt að eyða þessum heilsuleysisdögum í svona dútl.
Hér er svo upprunalegi strengurinn sem ég er að reyna að kópera með eintómum þumalfingrum :)

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Helgrýtis heilsuleysi :(

Þessi helgi er að verða búin.
Ég er búin að eyða henni í rúminu og sófanum til skiptis fyrir utan stutta búðarferð í hávaðaroki í gær og smá kíkk til tengdó í dag.
Tengdamóðir mín er skelegg og kröftug kella sem hefur skoðanir.
Hún er ákaflega pólitísk og aðdáandi Villa góða eins og hún kallar hann.
Hana dreymir um að hreyfa við fólki með bloggsíðu en tölvukunnáttuna vantar til að hún komi blogginu í gang.
Ég benti henni á að finna sér framhaldsskólanema sem ritara og skella bloggi í gang.
Ég hef fulla trú á að valkyrjan drífi í þessu og mun linka á bloggið hennar um leið og það kemst í gang.
Þar á eftir að verða heitt í kolunum :)
Ég hinsvegar er skriðin aftur upp í rúm í félagsskap örvæntingarfullra húsmæðra á meðan karldurgurinn skúrar gólfin.
Hann er nefnilega "húsfaðirinn" á þessu heimili.
Ég er kokkurinn og folaldasnitselið þarf ekki að fara á pönnuna fyrr en eftir 20 mínútur :)
Lifið heil og haldið í heilsuna!

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Meine deutsche kaffemaschine

Í gærkvöldi skreið ég heim með hita, beinverki, hausverk og almennan pirring.
Í fanginu var ég með risavaxna þýskumælandi kaffivél, alsjálvirka og 345 bls. leiðbeiningabækling á öllum þeim sjö tungumálum sem maskínan átti að tala.

Hún var ófáanleg til að tala við mig annað en þýsku.

Eftir langa mæðu, langan lestur, mikið bras, japl, jaml og fuður tókst mér að kenna maskínunni að brúka ensku.

Svo kom ég henni í gang og bjó til endalausa latte með froðutoppi og heslihnetusýrópi.

Ég var fimm sinnum næstum sest hágrátandi á gólfið í öllum mínum slappleika meðan á þýskumælandi stríðinu stóð.

Karldurgurinn birtist akkúrat þegar stríðinu við kaffimaskínuna lauk með sigri mínum.

Ég var með hitasóttargljáa í kinnum, móð, ör, pirruð með grátstafinn í kverkunum. Samt bjó ég til handa honum þetta dýrindis Davinci kaffi og viðbrögðin voru "hva? er ekkert munstur í froðunni"!

Ég missti mig og hélt yfir honum þvílíka ræðu að strípalingurinn sem sat og sötraði úr sínum bolla á móti honum lýsti því yfir að hún eiginlega vorkenndi honum! (hún kvartaði líka yfir munsturleysi og sagðist vilja fá hjarta!!!)
Ég var að því komin að henda vélinn í þau!

Vanþakklátu kvikindi!

Ekki reyndu þau í eina sekúndu að tjónka við vélina, það var ég, litla VEIKA gula hænan sem gerði það. Tengdi, las, sló inn, las aftur, sló aftur inn, las, kveikti, slökkti, gufaði, las meira, slökkti, kveikti, ýtti á fleiri takka, fylllti á vatn og baunahólf og kom svo öllu í gang, froðaði, mældi og ýtti á takka og færði þessum freku dekurdýrum nýlagað ilmandi froðukaffi með sýrópi!

Næst ætla ég að gefa þeim hitaveituvatn með kaffikorg!
It serves them right!

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

London er æði :)

Kom heim frá London á sunnudagseftirmiðdag.
Þetta var frábær lúxusferð.
Við sváfu, löbbuðum, borðuðum og versluðum smotterí.
Hittum skemmtilega félagsmálafrömuði frá Sheffield, áhugaverða leigubílstjóra og fórum út að borða með David Hasselhoff og Cindy Crawford.
Þrír veitingstaðir urðu fyrir valinu í þessari ferð.
Þeir eru allir þannig að það þarf að bóka borð með löngum fyrirvara og mánuði fyrir brottför pöntuðum við borð.
Allir þessir staðir stóðu undir væntingum og meira til.

Fifteen með einfaldan ítalskan Jamie Oliver útfærðan mat var gjörsamlega frábær.

El Gauchos á Piccadilly er ótrúlega glæsilega innréttaður staður og steikurnar bráðna upp í manni. Topp staður fyrir ekta El Toro aðdáendur :)

Síðast en ekki síst fórum við skrifstofustjórinn á stað sem af mörgum er talinn einn af bestu veitingastöðum í heimi, Nobu. Það var himnesk upplifun :)
Það er líka sérstaklega gaman að skoða bílana sem eru í röðum fyrir utan staðinn og hótelið en Nobu er á Metropolitan hótelinu og Hilton hótelið er svo næst við hliðina.

MMmmmm, ég er orðin svöng af að rifja þetta upp.

Á næstu dögum ætla ég að blogga um þessa veitingastaði í máli og myndum :)

mánudagur, 29. október 2007

Súrar, þreyttar spekúleringar

Í kvöld er ég súr og mjög þreytt.



Það vill brenna við að mánudagar skili mér súrri í dagslok.


Þetta eru lang erfiðustu dagarnir í vinnunni minni og oft velti ég því fyrir mér á mánudagskvöldum að finna mér annað starf.


Oftast gleymi ég þessu svo þegar líður á vikuna því mánudagar eru allra erfiðustu dagarnir í vinnunni. Á þriðjudögum er þetta skárra og svo birtir upp á miðvikudögum og á lengsta og líkamlega erfiðasta deginum, fimmtudegi, er ég brosandi út að eyrum.


Föstudagar eru tiltölulega stuttir og byrja yndislega vel með snilldarlegum fjórðubekkingum svo ég er oftast sátt við starfið mitt yfir helgar.

Svo koma þessir mánudagar!

Ég vildi óska að það væri hægt að stroka mánudaga út úr tilverunni og skjótast beint yfir á þriðjudaga!


Ég ætla að fleygja mér, eins og pandan uppi í horninu gerir, flatri á fleka (minn er hvítur með þykkum púðum).







Brosa út í annað því það er jú þriðjudagur á morgun og ekki mánudagur aftur fyrr en eftir tvær vikur!!!! Vetrarfrí og London alveg að skella yfir!



Always look on the bright side of life *Glott*

miðvikudagur, 24. október 2007

Muffins og hlaupandi heimilisfræðikennari :)

Ég var kölluð fram í sal í gær.
Þar afhenti skólastjórinn mér umslag og blómvönd og hrósaði mér fyrir að vera duglegur heimilisfræðinörd :)
Í umslaginu voru 80 pund inni í bleiku korti sem alsett var girnilegum muffins kökum og "grannur" heimilisfræðikennari hlaupandi á eftir muffinsinu.
Ég sé þennan granna hlaupandi heimilisfræðikennara fyrir mér sem sjálfa mig þegar ég hóf störf í Rimaskóla.

Með árunum hef ég nefnilega náð muffinsinu!

mánudagur, 22. október 2007

Vinnudjamm, pottasull, matarklúbbur, kokkteill og barnfóstrustörf

Jæja, skapvonskan er aðeins að láta undan síga.
Helgin var virkilega lífleg.
Á föstudagskvöldið fór ég með karldurginum í vinnupartí heima hjá öðrum vinnuveitanda hans. Það var matur, virkilega virkilega góður matur, dans, fjör og hraustustu djammararnir enduðu í pottinum.
Durgurinn lenti í pottinum, óvart, í öllum fötum.
Hann var sérlega smart í lánsíþróttafatnaði, berfættur með blautu fötin í poka þegar við fórum heim um hálf tvö leitið.

Daginn eftir þreif sundkappinn heimilið meðan ég fór og fékk nýjar neglur hjá tilvonandi brúði sem ég ætla að veisluskipuleggja fyrir.

Um kvöldið var svo matarklúbbur. Sonurinn, tengdadóttirin, ömmustrákur, tengdaforeldrar sonarins og mágkona eru í þessum klúbbi.
Tengdaforeldrarnir færðu mér gjöf. Ofan á pakkanum trónaði hænuegg sem á var ritað "til hamingju með fjöreggið, kveðja fúleggin.
Ég get ekki sagt hvað var í pakkanum en það er egglaga, blátt með fjarstýringu og það suðar í því! Húmorinn í lagi hjá tengdó sonarins :)

Fordrykkurinn var hinn norðlenski bleiki fíll. Besti kokkteill sem ég hef smakkað.
Það var geggjuð humar/sjávarréttasúpa og chablis í forrétt (tengdóin)
Innbakaður íslenskur lax með peru og eplamauki á salatbeði með matsuhisa dressingu í aðalrétt, rósavín og bolla pinot grigio í aðalrétt (man ekki hvað rósavínið hét) (Nördinn og karldurgurinn)
Og svo var rosalega góð heit súkkulaðikaka með jarðaberjum og rjóma og púrtvíni í eftirrétt (sonurinn og tengdadóttirin)


Ég ætla að setja inn kokkteil uppskriftina því ég hef hvergi séð þennan kokkteil nema á Akureyri á stað sem er löngu horfinn og gleymdur en var einn af fyrstu pizzastöðunum sem opnuðu fyrir norðan. Hann var ekki svona en kókosáfengið sem var notað í upprunalegu útgáfuna er hætt að fást.

rétt rúmlega 1faldur baccardi coconut (fæst í fríhöfninni og hægt að sérpanta í Heiðrúnu)
1 faldur appelsínusafi
1 faldur ananassafi
1/2 faldur rjómi (má nota matreiðslurjóma)
dash grenadine
dash sítrónusafi.
Hellingur af ísmolum og hrista hraustlega.
Þetta bragðast eins og einhver hrikalega góður ís :)

Á sunnudaginn var Strípalingurinn að sinna barnfóstrustörfum og kíkti með "krílið". Ég var svo heppin að eiga stútglas ;)

Svei mér ef ég er ekki bara komin í ágætis skap ;)

Sumir dagar!

Sumir dagar eru svo ömurlegir að maður ætti ekki að fara á fætur.
Ekki að tala við nokkurn lifandi mann.
Ekki svara í símann.
Ekki vera í návist nokkurrar lifandi manneskju.
Þessi dagur er búinn að vera þannig dagur í mínu lífi.
Á svona dögum fara karlmenn (fullorðnir karlmenn ekki börn) svo í pirrurnar á mér að ég myndi lúskra á þeim ef ég byggi ekki yfir óendanlegri sjálfsstjórn.
Ég fer heim á eftir og þarf að feisa einn kk ungling og einn FULLVAXINN karlmann!

Er að spá í að beila á því og fara eitthvert annað!!

Ég treysti ekki sjálfri mér!!

föstudagur, 19. október 2007

Málþing KHÍ

Ég fór á málþingið í gær.
Vilborg Dagbjartsdóttir flutti opnunarræðu. Hún talaði um hvers vegna hún varð kennari og í lokin stóð troðfullur salurinn upp og klappaði henni lof í lófa af mikilli virðingu.
Mér finnst hún alveg stórkostleg og ég held að kennarar sem kenna af jafn mikilli ástríðu og hún séu mikill fengur fyrir börn og unglinga landsins.
Hún er hætt að kenna vegna aldurs en ég veit að það eru til fleiri kennarar eins og hún.
Ennþá

þriðjudagur, 16. október 2007

Fjöreggið

Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra. afhenti í dag Fjöreggið sem veitt er af MNÍ, félagi Matvæla-og næringarfræðinga og samtökum iðnaðarins.
Það var heimilisfræðinördinn sem tók við egginu :)

Það situr núna vel varðveitt á hillu í nýju borðstofunni minni :)

Þetta er ofsalega fallegt blátt postulínsegg á glerfæti.




Ég verð afar fjörug næstu daga, vikur og mánuði!


Kv.

Nördinn :)

föstudagur, 12. október 2007

Ræs n´ curry!

Ég skar, saxaði, mældi, skar meira, muldi og kreisti í 5 rétta indverska veislu í kvöld.

Á matseðlinum var tandoori kjúklingabringur, tandoori baunabuff, Chana Peshawari (kjúklingabaunir í cumin, garam masala ofl.), Kerala grænmetiskássa, Subsi (indverskt grænmeti með engifer, kóríander og hvítlauk), hýðishrísgrjón og naan brauð með kókos, garam masala og hvítlauk, raita og chutney úr rabbabara og döðlum.

Doktorsnemarnir voru í mat og Soffía, mamma hennar Helenu sem er vinkona doktorsnemanna og systir Helenu líka. Þær eru aðdáendur indverskrar matargerðar :)

Þetta var alveg einstaklega gott og ég skemmti mér konunglega í eldhúsinu mínu með alla potta og pönnur hússins í gangi í einu.

Það er eitthvað sérlega afslappandi við að skera niður grænmeti og mæla krydd.
Ilmurinn umlykur sálina og hlátur og ánægjuhljóð við matarborðið hlýja enn meira.

Ég anga eins og indverskur kryddmarkaður!

mánudagur, 8. október 2007

Kjöt í kálhaus!

Við borðuðum í kvöld í annað sinn á nokkrum dögum nýstárlega útgáfu af kjöti í kálhaus.
Þetta er afspyrnugott, hollt og gaman að borða. Karldurgurinn, unglingurinn og ég, öll jafn hrifin ;)
Tekur líka mjög stuttan tíma að búa til.
Hér er uppskriftin!

Kjöt í kálhaus með austrænu ívafi ;)
½ laukur
1 lítið rautt chilli
3 sm. ferskt engifer
1 stórt. hvítlauksrif
3 msk. soya
2 msk. fiskisósa
1 msk. Agave síróp eða púðursykur
1 tsk. Sesamolía

Saxa lauk, chillí og hvítlauk fínt.
Rífa engiferið smátt á rifjárni.
Skella öllu í wok pönnu á háum hita.
Láta rétt svitna í gegn og hella þá hakkinu yfir.
Svissa hakkið og bæta soya, fiskisósu, agave sýrópi og sesamolíu út á.

Bera fram með þessu:
Jöklasalati
Smátt söxuðu chillí
Skáskornum vorlauk
Fersku kóríander
Baunaspírum
Sweet chilisauce eða önnur góð austurlensk sósa í flösku.

Losið jöklasalatið sundur þannig að það myndi hálfgerðar kálskálar.
Moka hakki í og raða svo hinu dótinu ofan á.
Skella sósu eftir smekk með og vefja kálinu saman þannig að þetta verði eins og grófar kínarúllur.
Borða með fingrunum!

Þetta er svo gott að það er engu lagi líkt og það tekur enga stund að útbúa þetta!

Ef einhver prófar, þá endilega segið mér hvernig ykkur fannst. Það má auka eða minnka allt sem sett er í hakkið en það má ALLS EKKI sleppa fiskisósunni (Thai choice eða eitthvað svipað).

sunnudagur, 7. október 2007

Ennþá södd!

Við karldurgurinn fórum í mat til Þorleifs, Nadine, Einars, Esterar og Dimmu í gærkvöldi og átum gjörsamlega yfir okkur.
Það var hörpuskel í forrétt og brjálæðislega góður indverskur kjúklingaréttur og naan brauð í aðalrétt (ég er með uppskriftina í farteskinu).
Súkkulaðiterta í eftirrétt og við borðuðum þangað til við gátum varla hreyft okkur eða talað.
Blóðstreymið yfirgaf heilann og erfiðaði allt við meltinguna og við sátum dofin og andstutt á kjaftatörn í nokkra tíma þangað til óbleikur taxi ók okkur heim.
Ég held svei mér að ég sé ennþá södd!

Svo er okkur boðið í kaffi til bróður karldurgsins í dag!

Og ég sem á að vera í átaki!

fimmtudagur, 4. október 2007

Þegar amma var ung

voru tímarnir aðrir en þeir eru í dag.
Það var málað og breytt á MARGRA ára fresti eða aldrei.
Sama sófasettið notað þangað til næsti ættliður erfði það.
Það var alltaf tekið til, skúrað, þveginn þvottur og ryksugað á laugardögum (ekki alla daga vikunnar).
Þar utan var bara vaskað upp eftir kvöldmatinn og eldhúsgólfið sópað.
Vikan leið og allt var rútína.
Yndislegt.
Amma kom heim úr vinnunni á sama tíma á hverjum degi.
Oft rölti hún við í kjörbúðinni, kom heim, fékk sér kaffi og las blöð og byrjaði svo að elda kvöldmatinn.
Á morgnana á virkum dögum vaknaði ég við kaffiilm og ilminn af ristuðu brauði.
Um helgar við suðið í ryksugunni.
Það var allt svo rólegt og pottþétt hjá ömmu.
Amma fór aldrei í ræktina, hún bara gekk í vinnuna og úr henni, tók strætó í miðbæinn einstöku sinnum ef þurfti að versla eitthvað sérstakt, skó eða kjólefni.
Amma hafði tíma til að draga andann!

Hvað gerðist?

Í dag vinna allir fram eftir öllu, fara svo í leikfimi, hendast um hálfa Rvík að finna þetta eða hitt sem þarf í þennan eða hinn réttinn, fara á snyrtistofu í lit og plokk, á hárgreiðslustofur í klipp og stríp, kaupa þennan eða hinn óþarfann og eru svo þrífandi alla vikuna, málandi skiptandi um innbússtíl og svona frameftir götunum.
Það er aldrei neinn tími!!!!

Er furða að unga fólkið okkar sé agalaust og týnt í tilverunni.
Það er týnt! Allir sem ættu að finna það eru týndir!

Að minnsta kosti eftir skóla.
Kennararnir eru jú ennþá á sínum stað þótt þeir megi í dag varla anda á englana litlu sem mamma og pabbi hafa engan tíma til að anda á svo kennarnir þurfi þess ekki.

Hana nú!

Hægjum nú aðeins á, lækkum viðmiðin, nýtum húsgögnin lengur, leyfum málningunni að gulna áður en við málum yfir, eldum grjónagraut (ja eða hafragraut) og verum til staðar!

Við verðum ekkert hamingjusamari á þessari fjandans fart og þetta brjálaða lífsgæðakapphlaup snýst ekkert um raunveruleg lífsgæði!
Stoppum nógu lengi til að gefa okkur tíma til að njóta!

miðvikudagur, 3. október 2007

Kaffi er svínslega hættulegt (h)eldri konum ;)

Heilinn í mér er eiginlega hættur að virka af nokkru viti.



Dagurinn er búinn að vera gífurlega áreynsla fyrir þetta viðkvæma líffæri.


Enda ríkir óþægilegur doði og ég man stundum ekki hvað ég ætlaði að segja eða var byrjuð að segja.........


....... í miðri setningu!




Það er of mikið að semja og skipuleggja námsvísa með all the trimmings fyrir 4 árganga plús að búa til 2 stóra fyrirlestra (Power point MEÐ MYNDUM!!) á sama deginum.


Auk einhverra foreldraviðtala, samstarfsmannaviðtala, reddingum, snúingum og SVEFNLEYSI!




Ég held samt að aðal ástæða þessarar gífurlega þreytu í hausnum (lesist heilanum) sé einfaldlega sú að ég fékk mér kaffi í gærkvöldi!


Ætlaði aaaaaaldrei að ná að sofna.




Miðaldra ömmur eiga ALDREI að drekka kaffi á kvöldin NEMA þær megi sofa út daginn eftir!!! Ja eða þurfi ekki að gera nokkurn skapaðan hlut daginn eftir kaffidrykkuna sem krefst hugsunar!

þriðjudagur, 2. október 2007

Unglingaherbergið :)


Nú er unglingaherbergið nánast tilbúið.
Það á bara eftir að fjarlægja dót og myndir úr glugganum og setja filmu í.
Sonurinn er bara sáttur og hefur allt við hendina. Tölvuna, sjónvarpið og þrjár leikjatölvur allar uppsettar og tilbúnar til notkunar.

Hér er mynd af herlegheitunum :)

Hann er svo ofboðslega mikið krútt


Jón Þór heimsótti ömmu sína um helgina.

Hann er alveg ofboðslega mikið krútt.

Hann skrafar á fullu á sínu einkamáli og sýnir allskyns svipbrigði, hlær, æsir sig og sperrir allan í þessum kjaftatörnum sínum.

Hér er mynd af honum að skrafa við ömmu sína :)

mánudagur, 1. október 2007

Og það var fjör!



Laugardagskvöldið var algjör snilld.
Prentsmiðjan og prentarinn, strípalingurinn, homminn og verkalýðsfrömuðurinn, framhaldsskólakennarinn og vegagerðarmaðurinn, verkfræðingurinn og blondínan voru í mat og svo var dansað, kjaftað, hlegið og sungið fram undir morgun.
Borðstofan virkaði frábærlega, svona lítið pláss keyrir saman hópinn og þrátt fyrir fótaverki eftir margra tíma dansæði og almennt heilsuleysi
daginn eftir voru held ég allir sáttir og sælir.

































Hér eru myndir af fjörinu, koma fleiri seinna :)






Takk fyrir okkur!

laugardagur, 29. september 2007

Herbergi með tilgang :)

Í íbúðinni minni er nú herbergi sem hefur þann eina tilgang að hýsa fólk að snæðingi.


Það er hægt að troða þar inn 12 manns með topp skipulagi.


Ég er bókstaflega að springa úr ánægju með það þótt karldurgurinn sé ennþá örlítið bit á því að fólki detti í hug að eyða heilu herbergi eingöngu í þennan tilgang.


Hann á eftir að sjá ljósið.
Við vígðum borðstofuna í gærkvöldi.


Anton frændi minn, systkini hans, móðir og vinur hennar voru vígslugestirnir.


Hér er svo mynd af dýrðinni :)


fimmtudagur, 27. september 2007

Fjöreggið

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) veitir fjöreggið árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1993 með stuðningi frá samtökum iðnaðarins.

Ég var tilnefnd og valin í fimma manna úrslitahóp ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum (ég er farin að líta á mig sem fyrirtæki).

Tala alltaf um mig sem "við" og "okkur" þegar ég er að vinna að undirbúningi kokkakeppni Rimaskóla og svo grunnskóla (Reykjavíkur) 2008.

Ávaxtabíllinn, Fylgifiskar, Mjólkursamsalan (stoðmjólk) og Móðir náttúra eru hinir fjórir aðilarnir sem geta átt von á fjöregginu.

Þetta kemur allt í ljós þriðjudaginn 16. október.

laugardagur, 22. september 2007

Innflutningspartý

Doktorsnemarnir eru með innflutningspartý í kvöld.
Ég lofaði að koma með mín frægu Focaccia brauð með mér í partýið.
Við karldurgurinn lögðum okkur upp úr hádegi í dag og vöknuðum klukkan hálfsjö!!!!!!
Það hvarflaði ekki að okkur að nota vekjaraklukku því við ætluðum bara rétt aðeins að halla okkur!
Svo fór sem fór.
Á methraða skelltum við í brauðin, tvær plötur í ofninn í einu, munur að vera komin með almennilegan ofn og nú sitjum við spúluð og shæní og bíðum eftir að Jón Þór og pabbi hans pikki okkur, brauðin og ostinnbakaðar ólífur, upp.
Nýji ofninn bjargaði okkur alveg.

Við strípalingurinn skoðuðum verkalýðsfrömuðinn í gærkvöldi.
Funduðum í morgun.
Hann er enn í skoðun og mati :)

fimmtudagur, 20. september 2007

Ég er að fara til London Tralla lalla la!

Við ákváðum í dag, ég og skrifstofustjórinn, að skella okkur til London í vetrarleyfinu.
Pöntuðum flug og hótel og örkuðum út glaðar í bragði eftir velheppnaðan dag.

Í tilefni þessarar glæsilegu ákvörðunar var T-bone steik í kvöldmatinn.

Ég ætlaði að hafa Osso bucco og risotto alla milanese (að hætti Nönnu Rögnv.) en var svo lengi að vinna og ganga frá ferðinni að það var engin leið að ég gæti eldað haft þennan 4ra tíma rétt tilbúinn á skikkanlegum tíma.

Það bíður fram í næstu viku að elda Ossóið :)

Ég ætla að versla heila ferðatösku af pocketbókum í ferðinni!
Hef ekkert að lesa svo þessi London ferð er bráðnauðsynleg!

Þetta er bloggað á "MÍNA TÖLVU". Karldurgurinn gerðist tölvunörd og kom henni í stand!

I love him!

miðvikudagur, 19. september 2007

Lítill engill á afmæli í dag

Í dag er afmælisdagur Sigrúnar Marenar vinkonu minnar.
Hún hefði orðið 4ra ára gömul.
Ég ætla að blása sápukúlur fyrir hana og knúsa mömmu hennar.
Til hamingju með daginn Sigrún englastelpa :)

þriðjudagur, 18. september 2007

Terror ástand!!!

Mig vantar pípara til að tengja handklæðaofn á baðinu.
Mig vantar tölvuséní til að koma minni tölvu og sonarins í netsamband.
Hann flutti sig um herbergi og nær nú engu netsambandi við þráðlausa síma ráderinn.
Mig vantar tæknilega sinnaðan aðila til að laga allar tengingar á sjónvarpinu við heimabíóið, digitalið, adsl yfir símann og hinar græjurnar.
Mig vantar mann til að þrífa og gera við bílana, aðallega karldurgsins, því ég hef þó reynt að þrífa og halda mínum bíl við.
Mig vantar stærðfræðiséní til að aðstoða soninn við stærðfræðina.
Mig vantar ritara til að skrifa allar þessar endalausu skýrslur, plön og viðskiptaáætlanir sem ég þarf að skila af mér í massavís eins og stendur.
Mig vantar nuddara og kokk.
Mig vantar kvensjúkdómalækni!!!
Mig vantar ýmislegt fleira og ekki síst vantar mig tíma.
Ef ég hefði nægan tíma held ég að ég gæti reddað þessu öllu. Grúska bara í málunum og finn svo út úr þeim en ég hef bara ekki tíma til að geta verið kennari, húsmóðir, bókhaldari, aðstoðarkennari í stærðfræði, tölvugúrú, kokkur, húsmóðir, lover, vinur, reddari, höfundur, pípari, bílaviðgerðarmaður/kona, bílaþvottamaður/kona, fyrirvinna, föndrari, rafvirki, málari, húsgagnasamsetningarmeistari, uppvaskari og amma.

Ég er sko greinilega ekki ofurkona......






.....enda hef ég frétt að hún sé dauð!

Valium óskast!!

mánudagur, 17. september 2007

Ég drep tígulfjarkann þinn með spaðaþristinum mínum!!!

Ég kenni krökkum í tíunda bekk að spila.
Í dag var spiluð borðvist.
Nóló.
Einn setti út tígulfjarkann og sá sem spilaði við hann drap fjarkann með spaðaþristinum!


Stundum velti ég því fyrir mér af hveru spaugstofan tekur ekki upp eitt og eitt atriði í þessum tímum hjá mér :)

laugardagur, 15. september 2007

Unglingaherbergi verður til :)

Við erum búin að skrapa og pússa, þrífa og sparzsla, mála og veggfóðra, hanna og versla........næstum allt.
Það er ekki hægt að hanna allt og ætla svo að ganga að hönnunarvörunum vísum í uppáhaldsverslun okkar prentsmiðjunnar.
Okkur vantar ennþá háan glerskáp, glerplötuborðið með árituðu ÁST á trilljón tungumálum, hjólaskúffu úr stáli og sjónvarpsborð (sem er reyndar geymt í húsi í Breiðholti, nei, ekki prentsmiðjunnar).
En það kemur í vikunni og við erum með heljarhelling af "unglingslegu" stöffi með stæl.
Ég ætla að setja mynd inn um leið og herbergið er fullbúið!

Það er bara bilað töff :)

föstudagur, 14. september 2007

Jói Fel

stóð sig fínt í "Tekinn" á stöð tvö plús í kvöld ;)

Ég hef ekki verið viss um hann fyrr en nú.

Ég held þetta sé þrælfínn gaur ;9

"Farin"



p.s.
karldurgurinn er á 3ju RISASTÓRU sjónvarpskökusneiðinni sinni í kvöld (hún er með kókoskarmellutoppi)
Þegar ég sagði honum frá þeim hnallþórum sem ég hefði í huga að rifja upp kynni við með aðstoð Kitchenaid hrærivélarinnar og nýja ofnsins, fölnaði hann og sagði "Viltu eiga hnöttóttann mann"?.

Hann elskar tertur.

Töff kókoshneta :D

Geggjaður dagur!!!

Opnaði tölvupóst í morgun.
Hélt þetta væri ruslpóstur en OMÆ þetta var snilldarpóstur.
Einn sá skemmtilegasti sem ég hef fengið.

I am so proud and happy og yfirgengilega spennt núna :)

Meira um það rétt fyrir 14. október :D

Kitchenaid hrærivélin mín kom svo heim í dag í toppstandi eftir tæpa þrettán ára vist í geymslunni þar sem hún gleymdist biluð.

Nýji ofninn er að hægelda lambaframpart og baka kartöflur :)

Örverpið fékk svo tilkynningu um að hann mætti byrja í námsskrárbundnu gítarnámi í Gítarskóla Íslands í næstu viku!!!
Það er margra ára bið eftir að komast að í þessu námi svo við erum gjörsamlega alsæl!

Lífið kemur manni endaust á óvart!

miðvikudagur, 12. september 2007

Minning um skírn

Þegar yngsti sonurinn var skírður var doktorsneminn rétt að verða 4ra ára gömul.'
Hann var skírður á afmælisdaginn hennar.
Hún vildi láta skíra sig aftur.
Var ekki sátt við nafnið sitt sagði hún, fannst það ekkert flott.
Við ræddum þetta fram og til baka og hún var alveg glerhörð.
"hvað viltu þá heita" spurði ég í þeirri von að þetta væri hugmynd út í loftið hjá henni.
"GIRMA!" kom svarið um hæl.
Ég hélt niðri í mér hlátrinum, þetta var gælunafn sem ég notaði stundum á hana og hafði líka komið fram í einhverri sögubók sem hún hafið gaman af.
Samþykkti með undanfærslum svo ég gæti haldið áfram við undirbúning fyrir skírnarveisluna.
Hún elti mig fram, ákveðin mjög og sagði "þurfum við ekki að gera eitthvað?".
"Gera eitthvað?" spurði ég.
"Já, við verðum að tala við prestinn og láta hann vita hvað ég á að heita!"

Hún heitir ennþá Auður Elva en mig minnir það hafi kostað töluverðar fortölur að fá hana ofan ef þessu. Hún var nefnilega og er skýr og ákveðin dama!

Doktor Girma Vignisdóttir hjómar dálítið sérkennilega :)

þriðjudagur, 11. september 2007

Ég og Jón :/

afi hans Jóns Þórs vöknuðum með þessa hrikalegu magapest á mánudagsmorgninum.
Í gærkvöldi var Jón búinn að tapa 2.5 kg og ég hef grun um að ég hafi misst að minnsta kosti jafn mikið.

Ég er samt ekki viss um að við slægjum í gegn með þessa "ristilhreinsunarmegrun" okkar.
Hún tekur fullmikið á.

Sonur minn, faðir Jóns Þórs, heldur því fram að við Jón eigum það sameiginlegt að vera ÁTVÖGl og að við höfum étið yfir okkur af sviðum og þess vegna fengið í magann. Við höfum ekki frétt af neinum nefnilega ennþá sem komu svona undan skírnarhelginni.

Ég er hinsvegar að láta mér detta í hug að við Jón höfum sameinast um þennan magavírus þegar við vorum að undirbúa og smakka hákarlinn. Við vorum nefnilega þau einu sem smökkuðum hann og ákváðum svo í framhaldinu að setja hann ekki fram á borð.
Han n var nefnilega skemmdur.

Vonandi rísum við Jón upp úr þessu jafngóð og áður, örlítið grennri :)

laugardagur, 8. september 2007

Jón Þór Baldursson


Við skemmtilega athöfn í kirkju Óháða safnaðarins var ömmustrákur skírður í dag.
Skírnarvottar og guðforeldrar hans voru Rakel móðursystir og Smári föðurbróðir.
Guðforeldrarnir fluttu bæn í athöfninni og pilturinn fékk nafnið Jón Þór.
Í veislunni var svo boðið upp á svið, rófustöppu, súrmat, harðfisk, bæði hráa og reykta hrefnu með piparrót og soya, flatbrauð með hangikjöti.......og svo voru "einhver" salöt. Svona lýsti faðir Jóns Þórs matseðlinum fyrir gestunum.
Það voru líka tertur og kaffi á eftir og þetta var ferlega skemmtileg veisla :)

Eins og sést þá er hann Jón Þór einstaklega efnilegur, ekki nema mánaðargamall og fylgist vel með hlutunum í kringum sig, enda er hann líkur ömmu sinni!

*sæluandvarp* þau eru svo falleg mæðginin.

föstudagur, 7. september 2007

Hetjan mín, strípalingurinn :)

Helga vinkona mín sem venjulega gengur undir nafninu strípalingurinn er hetjan mín.
Ég hef séð hana standa af sér og rísa upp frá stærsta áfalli sem nokkur getur orðið fyrir.
Hún er svo skemmtilega eðlileg og svo ofboðslega getumikil kona og hún er sko glæsileg líka.

Mér þykir svo vænt um hláturinn hennar og að hann hafi lifað af raunirnar.

Hún arkar áfram veginn ákveðin í að lifa af krafti í minningu dóttur sinnar.
Þannig tæklar hún sorgina.

Ég dáist að henni og í dag er viðtal við hana í DV sem lýsir henni ofsalega vel.

Ég vona að krafturinn hennar geti orðið öðrum ljós í myrkri.

fimmtudagur, 6. september 2007

Urr barasta!

Gamli ofninn var rifinn út og helluborðið líka.

þá kemur í ljós að það er bara ætlast til þess að ein græja sé í sambandi við rafmagn!!!!

Gamla helluborðið var tengt í ofninn og ofninn svo í rafmagn!

Rafvirki óskast í hvellil!


miðvikudagur, 5. september 2007

SPAAAAAN!

Við karldurgurinn versluðum spanhelluborð og blástursofn í dag.
Frá því ég keypti Dísó hef ég brasað á hálfónýtum búnaði sem fylgdi með, glænýr, en virkaði svo illa að flestir nágrannar mínir fóru með græjurnar og hentu í umboðsaðila Fagor á Íslandi og fengu aðrar græjur. og þetta var fyrir tæpum tíu árum!
Ég hef survivað á þessu drasli enda vön eldavélum og ofnum til sjós sem þurfti að handstýra hitanum á, það virkuðu engar stillingar svo ég er öllu illu vön.


Nú var nóg komið!


Heimilisfræðinörd eins og ég verður að hafa almennilegan búnað svo við redduðum málunum í Húsasmiðjunni.
Electrolux blástursofn sem hægt er að hita upp í 275°C og gera allskyns kúnstir með og gífurlega flókið spanhelluborð frá sama aðila sem hægt er að prógramma svo það eldi að manni fjarstöddum. (það á eftir að taka mig tíma að læra á það)


Það er ekki hægt að nota neina venjulega potta á svona undravélar svo við versluðum nýja potta og eina litla pönnu með.
Nú verður bakað, brasað, soðið, steikt og grillað.
Þarf að vísu í Kokku að kaupa almennilega stóra pönnu en slíkar fást víst ekki á hverju horni fyrir svona SPAAAAAn borð :)

Kitchenaid hrærivélin mín sem hefur staðið biluð í tæp þrettán ár er komin úr viðgerð.
Það var smotterí að henni.
BAAAKSTUR í aðsigi!

Svo í ofanálag erum við langt komin með að mála herbergi brottflutts doktorsnemans, þá flytur örverpið þar inn, hans fyrrum herbergi verður málað og uppfært í borðstofu.

Ég finn lyktina af matarboðum hægri vinstri!
Nýjar græjur, ný borðstofa og alles!
Get ekki beðið :D :D :D

Bólur

Ég er með tvær risastórar bólur á hökunni!

Mér finnst út í hött að ömmur fái unglingahormónabólur!

Hvert fer ég eiginlega til að kæra þetta óréttlæti???

þriðjudagur, 4. september 2007

Ísmolar og ballroom!!!

Doktorsnemarnir búa í þessari líka ferlega sætu íbúð á Keili.
Þær hafa afnot af 10 stórum þvottavélum og 14 stórum þurrkurum!!!!
Geta opnað þvottahús ef þær verða blankar!!!

Það er klakavél á hæðinni fyrir ofan þær.

Það er GEGGJAÐUR líkamsræktarsalur með ROSALEGA flottum tækjum við endann á ganginum þeirra.

Það er risasalur á þriðju hæðinni sem hægt er að halda heilt ball í.

Örverpið hefur ákveðið að flytja til þeirra við fyrsta tækifæri, íbúðin við hliðna er nefnilega laus.

Mikið er kósý og huggulegt hjá þeim og gott og gaman að vita af þeim þarna.......
þótt ég sakni þeirra.

Til hamingju stelpur með þetta fallega heimili, klakavélina, samkomusalina og ALLAR þvottagræjurnar :D

sunnudagur, 2. september 2007

Sunnudagur til sælu :)

MMMmMmmm yndislegur dagur.

Ligg undir sæng með frosin vínber, góða bók og parmaskinku.

Ætla að halda mig í bælinu fram eftir degi.


Það er nefnilega ömmudekurdagur í dag :)


Sætasta krútt í heimi heimsótti mig í gærkvöldi ásamt foreldrum sínum og hann er farinn að myndast við að hjala.



Horfir á alla af mikilli ákefð og reynir að herma eftir allskyns hljóðum.







Hann er dásamlegur, sjáiði bara!

laugardagur, 1. september 2007

Miðaldra krísuástand !

Talaði við jafnaldra vinkonu mína í morgun.
Hún er klár og ferlega vel gerð manneskja.
Við erum sammála um að það að vera á fimmtugsaldri er ekkert grín.
Geðið flýgur um í hormónaflippi, sálin hristist og allt veldur manni djúpum analískum pælingum um tilveruna og manns eigin stað í þessari tilveru.
Hvers vegna gerði maður þetta, hvers vegna virkaði þetta svona og hinsegin, af hverju verða hlutirnir öðru vísi en maður ætlaði og hvers vegna kemur manni svona margt á óvart?

Það líður varla sá dagur að við lendum ekki í einhverju formi af miðaldra krísu.
Áhyggjuleysi unglingsáranna er sem sagt liðið hjá.

Og ég sem hélt að allt yrði svo skýrt og greinlegt þegar maður yrði fullorðinn. Einfalt, klárt og maður yrði öruggur með sig og með allt á hreinu.

Mér líður eins og óöruggum, týndum unglingi með bólur í leit að sjálfri mér og meiningu lífsins.


Lækningin felst í því að hitta litlu fjölskylduna, horfa á myndir af þeim og gleðjast yfir því að vera ættmóðir.
Og þvílík fjölskylda.
Sonur minn og tengdadóttir gætu tekið fólk á námskeið í að vera par, foreldrar, ástfangin og hamingjusöm.
Þau sameina alla í kringum sig og litla piltinn sem verður skírður um næstu helgi.

Ég er yfir mig glöð að litli ömmustrákurinn minn á fullt af ömmum og öfum úr öllum áttum og að hann fái að njóta þess að allir séu glaðir og hamingjusamir yfir honum. Að faðir hans sé stoltur af uppruna sínum og öllum sínum aðstandendum.

Ömmudrengurinn á alla uppskeru heimsins skilið.

Bárðdælsk svið mega alveg vera BEST :)

"Óttaðist arabísku mælandi menn"

Í Fréttablaðinu í dag á bls. 10 er stutt klausa um innanlandsflug í Bandaríkjunum.
Það þurfti að fresta þessu flugi yfir nótt þar sem kona nokkur var óánægð með sex karlmenn sem töluðu arabísku í flugvélinni.
Mennirnir og konan voru yfirheyrð og í ljós kom að þetta voru fransk/bandarískir menn á leið heim úr æfingabúðum bandaríska hersins og voru á leið í Írakstríðið.

Það fyrsta sem mér datt í hug var hvort móðursystir mín hefði kannski verið í USA.

Við fórum nefnilega saman til Spánar fyrir nokkrum árum og einn morguninn var hún á leið ásamt dætrum sínum út í sundlaugargarð.
Skyndilega sviptist upp hurðin að hótelíbúðinni og hún kom æðandi inn með dæturnar í traustu handabandi á eftir sér.
Panik svipurinn var ólýsandi.
"ÞAÐ VAR ARABI Í LYFTUNNI"
"VIÐ VERÐUM AÐ SKIPTA UM HÓTEL"
"ÞAÐ ERU HRYÐJUVERKAMENN HÉRNA"

Mér tókst fyrir rest að róa hana niður og við héldum áfram dvöl okkar á Arabastaying hótelinu án allra hryðjuverka.
Veslings maðurinn, hann má þó þakka fyrir að hún réðist ekki á hann vopnuð borðhníf eins og tengdapabbi Lovísu gerði í bók Auðar Haralds "Hlustið þér á Mozart".

Eiginmaður Lovísu hafði gefið henni ferð til Spánar og verið svo vænn að láta foreldra sína fylgja með.
Aldraða íslendinga sem aldrei höfðu erlendis komið.
Eftir mikið bras og vandræði, vegna sérkennilegs ótta tengdapabbans við ræningja, hryðjuverkamenn og hrapandi flugvélar komast þau til Spánar.
Við morgunverðarhlaðborðið rekst tengdamamma á svertingja, þann fyrsta sem þau hjónin berja augum, hljóðar upp fyrir sig "morð, nauðgun, árás" og tengdapabbi kemur henni til varnar vopnaður borðhníf.

Auður Haralds er snillingur og "Hlustið þér á Mozart" er ein fyndnasta bók í heimi!

föstudagur, 31. ágúst 2007

Svið eru góð, sérstaklega Skagfirsk :)

Fyrri helming ævinnar reyndi ég að vanda mig við að ala upp börnin mín.
Það tókst ágætlega að því leiti til að þau eru hið mætasta fólk í dag og ég er ákaflega stolt af þeim hvort sem það hefur eitthvað við mitt uppeldi að gera eður ei.

Hinsvegar eiga þau til að sjá í dýrðarljóma ALLT sem mér er óviðkomandi.
Þá finnst mér ég vera útundan.

Ég baslaði ein með þau í gengum háskólanám og tilveruna að mestu. 350 dögum af árinu eyddum við að mestu í félagsskap hvers annars og svona var það meira og minna fram að 16 ára aldri elsta sonarins, 19 ára dótturinnar, og svo vonandi til FERTUGS með yngsta syninum (me and him are buddys).

Elsti sonurinn er ákaflega upptekinn af því að hann sé Bárðdælingur. Hann sýnir því aftur lítinn áhuga að vera kominn af Grímseyingum og SKagfirðingum í móðurættina.
Hvernig ætli standi á því?
Nú kom hin ættarhliðin (sú Bárðdælska) afar lítið við sögu í lífi hans fram á fullorðinsárin að þeirra eigin vali.
Er það fjarlægðin gerir fjöllin blá sem hér spilar inn í?

Mér finnst margfalt meira til Skagfirðinga koma en Bárðdælinga. Og að vera ættaður frá Grímsey finnst mér alveg sérstakt.

En stolti nýorðin "Bárðdælski" faðirinn fagnar uppruna sínum og ætlar að bjóða upp á svið og rófustöppu á sveitamannavísu í skírn ömmudrengsins um næstu helgi.

Svið eru líka herramannsmatur :)

Sama hvort þau eru af skagfirskum eða þingeyskum rollum!

Er samt ekki frá því að þær skagfirsku bragðist ívið betur ;)

Er ég kannski afbrýðissöm yfir því að sumir uppskeri án þess að sá?

Ætla að spá aðeins betur í þetta.

miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Skrafl og aftur skrafl

Nýja áhugamálið á heimilinu er að spila skrafl.

Tapaði SVAÐALEGA fyrir karldurginum um daginn.
Hann fékk næstum FIMMHUNDRUÐ stig!!
Hann hlýtur að svindla einhvurnveginn!

Nú hefi ég fundið leið til að bæta egóið og spila núna bara skrafl við tíundabekkinnginn minn sem mér tekst a.m.k. enn sem komið er að sigra (ekki mikill munur á okkur).
Spurning hversu lengi það endist en það er um að gera að njóta meðan er.

Ég er samt betri í skrafli en í SingStar. Sú manneskja sem hingað til hefur tapað fyrir mér, án þess að gera það viljandi svo ég hætti að grenja og góla vegna tapsárinda, var kærasti litlu sys.
Hann var PISSFULLUR!

Ég er sko tapsár með afbrigðum og leysi málin með því að finnast bara ALLSEKKERT gaman að gaula lengur!

þriðjudagur, 28. ágúst 2007

I am good

Sagði Jamie Oliver í þættinum í gærkvöldi þegar hann flippaði laxaflaki á grillinu á sama hátt og gert er með pönnukökur.
Í kvöld kíkti ég á ömmustrákinn sem svaf meirihlutann af kvöldinu.
Sonurinn var með heila lúðu sem fyrrverandi skipsfélagi hans veiddi í gær.
Það þurfti að flaka gripinn og þótt margir væru viðstaddir þá var enginn sem treysti sér almennilega í það.
Svo heimónördinn henti sér úr peysunni (var í kjól undir), veifaði hárbeittum flökunarhníf og gerði sér lítið fyrir og renndi þessum fínu flökum úr lúðunni.
Það var örþunnur beingarður eftir og flökunin tókst þetta líka stórvel.

Ég hef sko aldrei flakað lúðu áður en nú get ég sagt eins og Jamie, "I AM GOOD"!

Amen fyrir því!

sunnudagur, 26. ágúst 2007

Bankar og grunnskólar

Það vantar kennara í fjöldann allan af skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Það virðist ekki vera mikil umræða eða áhyggjur meðal foreldra vegna þessa.

Ætli staðan væri ekki önnur ef kennarar væru bankastarfsmenn eða bankastjórar?

Fólki er nefnilega annt um peningana sína og þjónustu við þá.

Ef verulega vantaði í bankana og þjónusta við landsmenn í þeim stofnunum rýrðist yrði fljótt að heyrast í fólki.

Börn eru víst ekki peningar.

föstudagur, 24. ágúst 2007

Nektarmódelið!!

Lesbían er orðin nektarmódel og nú má eiga von á því að maður lendi í því óforsvarendis að horfa á hennar lögulegu línur með morgunkaffinu.

Það gæti víst líka farið svo að maður lendi í að aka á eftir henni ALLSBERRI utan á strætó!!!!

Ég hef smá áhyggjur af karlmönnum í akstri þegar hennar lostafullu línur fara að draga að sér athygli þeirra og blóðstreymið leitar niður á við.

Stórhættulegt alveg!!

Lesbían er nefnilega ein af þeim sem auglýsa Baðhúsið, líkamsræktarstöð allra kvenna, á evuklæðunum einum saman.

Hún er líka tekin við stjórnunarstöðu og er orðinn Deildarstjóri og þar með einn af skólastjórnendum í sínum skóla.
Það á víst við að skipta um viðurnefni á henni hér á þessu bloggi vegna þessa breytinga í lífi hennar.

Það tilkynnist því hér með að lesbían (deildarstjórinn) verður hér eftir kölluð STRÍPALINGURINN :Þ !

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Fágætið UPPÞVOTTAGRINDUR og BAKKAR!

Hvað á það eiginlega að fyrirstilla að almennilegar uppþvottagrindur eru nánast ófáanlegar í Höfuðborginni.

Eyddi bróðurparti af 2 vinnudögum í að hendast um Rvík vítt og breytt og leita að uppþvottagrindum.
Húsasmiðjan, Byggt og búið, Búsáhöld í Kringlunni, Duka, Hagkaup (þrjú stykki), Europris, Ikea, Rekstrarvörur, Þorsteinn Bergmann, Rúmfatalagerinn og loks fann ég nærri nógu margar í Byko!!

Tek fram að það versta sem ég veit er að þvælast í búðir!!!

Fyrsti skóladagurinn gekk svo bara hrikalega vel og nemendur mættu kátir og glaðir til starfa í heimilisfræðistofuna :)

Læknisfræðinemin er flutt að heiman.
Það féllu nokkur tár og mér finnst ægilega skrýtið að sjá hálftómt herbergið hennar.
En svona gengur þetta.
Ellin að færast yfir og bráðum verð ég ALEIN með Karldurginum að hokra hér!

*sniff*

Shortbus

Það sem gerist nánast aldrei gerðist í kvöld.
Ég fór í bíó!
Sá myndina Shortbus sem verið er að sýna á kvikmyndahátið græna ljóssins í Regnboganum.

Mikið ofsalega var þetta skemmtileg og áhugaverð mynd.

Mikið hlegið og mikið hugsað.

Mæli með henni, frábær tilbreyting og spes upplifun.

Mannlegt eðli í örlítið ýktu formi en hver hefur ekki einhvern tíma verið týndur í tilverunni. Kynlíf og kynupplifun er jú risastór hluti tilveru hverrar manneskju. Ekki síst ef einhver hluti þess er "brotinn" á einhvern hátt. Þá skiptir það aldrei meira máli.

"We all get it in the end"

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

þetta líka dónalega svuntuefni!

Var að klára að lesa "Dalalíf" eftir Guðrúnu frá Lundi.
Las þessar bækur þegar ég var ungur kjáni.

Persónulýsingarnar hennar eru hreint frábærar og líka hvernig hún notar neikvæð lýsingarorð til að lýsa því sem jákvætt og gott á að vera.

Nú langar mig að lesa bækurnar aftur og skrá niður allar þær furðusetningar sem vöktu hlátur minn (og vinar míns hommans) við lesturinn.

Mér yrði ekki leitt að sletta þessu af og til í kennslunni í vetur :)

Hæfir ekki ömmum vel að geta beitt fyrir sig svona miðrar tuttugustu aldar sveita íslensku?

Steini, mæli með "Dalalífi" á lestlistann þinn við fyrsta tækifæri. Þú sleppir bara smá sjónvarspglápi á móti til að finna nýtilega stund í lesturinn :)

laugardagur, 18. ágúst 2007

Afmæli læknanemans og Reykjavíkurborgar

Dóttir mín á afmæli í dag.
Hún er nítján ára.
Reykjavíkurborg aðeins eldri.

Það hefur verið siður á heimilinu frá því börnin voru ungar að vekja þau með afmælissöng og pökkum.
Í morgun fór það forgörðum í fyrsta skipti!
Læknaneminn fór að heiman í gærkveldi og var ekki komin þegar ég fór að sofa. Ég átti von á að hún og kærastan yrði annarstaðar og vaknaði því ekki fyrr en 9 í morgun. Hún kom víst heim upp úr miðnættinu þegar ég svaf á mínu græna.

Í tilefni dagsins verður boðið upp á chili con carne og chili non carne og svo ekta ítalska lemon tart í eftirrétt.

Ömmudrengurinn kemur í mat með foreldrum sínum og ég hlakka mikið til að fá hann í fyrstu ömmuheimsóknina.

Læknaneminn hefur búskap á eigin vegum í Keilisíbúð á miðvikudagskvöldið og afmælisgjöfin hennar í ár er því ítalskur pizzaofn. Það mun vera sá gripur sem veðjað var á að mest yrði saknað úr heimahúsum og helst notaður þar sem læknastúdínurnar báðar eru ágætlega færir pizzubakarar :9
Vonandi verður hún kát :)

Til hamingju með daginn allir :)

þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Gjaldeyrisviðskipti litlu sys og frábærir fiskidagar :)

Litla systir mín hefur aðeins einu sinni komið til útlanda.
Þá fór hún í siglingu með togaranum sem þáverandi maðurinn hennar var á.
Það var lítið stoppað, rétt litið í moll í Hull eða Grimsby.

Nú um helgina meðan stóra systir át á sig gat í vellystingum hjá Lehamzdr, frú hans og börnum, fór litla sys í alvöru sólarlandaferð til Lancarote.
Hún fór vopnuð mygga brúsa, sólarvörn og sundfötum!
Einhvern gjaldeyri hafði hún með í för en í byrjun júní var hún í bandi við mig og sagði mér að hún þyrfti að fara að PANTA gjaldeyri.
"ha? Panta gjaldeyri" spurði ég.
"ER ÉG KANNSKI ORÐIN OF SEIN?" var svarið!!!

Ég dó næstum úr hlátri.
Blessunin, hún hefur það fínt, er búin að fara í hellaferð og skoða hvíta krabba og hefur blessunarlega sloppið við bit og ef GJALDEYRIRINN endist verður þetta örugglega ævintýraferð sem mun lengi lifa í minni hennar (og mínu, PANTA GJALDEYRI!!!).

Fiskidagarnir á Dalvík eru flottasta hátíð landsins að mínu mati og ég minni á að ég hef étið eitt og annað nammi gott í gegnum tíðina.
Frú Ása Fönn og Herra Steingrímur, þakka frábæran viðgjörning og bestu fiskisúpu sem ég hef smakkað. Bob og Bertha senior, Björn og litla Bertha lummumeistari, bæjarstjórinn og frú hans, allir aðrir gestir á svæðinu og sérstaklega TENGDADÓTTIRIN fá bestu kveðjur :)

Ég og mínir munum mæta að ári!
Takk fyrir okkur :)

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Slökun

Ég fór á fætur klukkan 12 í dag.
Í klukkustund.
Svo var ég svo uppgefin að ég ákvað að leggja mig.
Síminn minn hringdi klukkan 18:30 og vakti mig.
Góðan daginn :)
Ég er ekkert smá hress!
Pizzagerð á fullu og ég segi bara eins og Dalvíkingar og nærsveitamenn "Kyndlar úti og pizza í boði". Ég er samt ekki með neina stuðningsmenn fiskidaga á bak við mig.
Drífa sig :)

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Karlmellur

Var að röfla við litlu sys á msninu.
Mig langar svo í "karlmellur" tilkynnti ég henni og hún sprakk úr hlátri.
Málið er að mig langar í KARAMELLUR!!
Freudian slip?

mánudagur, 6. ágúst 2007

Tilfinning


Tvísmellið til að sjá myndina stóra.

Heimasíðan hans Rosakalls :)

Ömmudrengurinn er kallaður "rosakall" af foreldrum sínum enda er hann ótrúlega mannalegur og burðugur.
Hér er heimasíðan hans á barnalandi fyrir þá sem vilja fylgjast með honum.
http://barnaland.is/barn/58999/

sunnudagur, 5. ágúst 2007

Dularfulla álfabikarshvarfið!

"ég ligg hér einn
yfirgefinn, aleinn
veit ekki hvort mér er kalt?
eða hlýtt?
blautur?
þurr?
veit ekki
því ég er týndur!"
"ég er álfabikarinn"

laugardagur, 4. ágúst 2007

Ólýsanleg tilfinning

Ég sit nývöknuð með tárin í augunum og skoða þessa litlu gersemi sem fæddist í gærkvöldi.

Þessi litli maður hefur heillað mig algjörlega upp úr skónum og tilfinningin vex og vex.
Það er einfaldlega ótrúleg upplifun að verða amma.

Lífið er fullt af dásemdum :)

Gleymdi einu.....

hann er með hreint ótrúlega falleg eyru!

fallegastur :)


Ég er búin að hitta ömmustrákinn.

Hann er yndislega friðsæll og ró yfir honum.

Hann var virtist hinn ánægðasti þegar hann hvíldi í fangi mínu með aðra litlu (er reyndar með mjög stórar hendur) hendina sína hvílandi á minni.

Hér eru myndir :)

föstudagur, 3. ágúst 2007

Ömmustrákur kominn :)

19 merkur og 55 sentimetra rauðhærður piltur fæddist í kvöld klukkan 4 mínútur í 10.
Ég er búin að heyra hann gráta í síma og er að fara að skoða hann í eigin persónu.

Ég græt af gleði!

fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Beðið eftir ömmubarninu :)

Elsti sonurinn og tengdadóttir fóru upp á fæðingardeild klukkan átta í kvöld.
Það á að setja fæðinguna af stað og ég bíð frétta.
Bíð spennt með lager af dvd diskum frá prentaranum og prentsmiðjunni til að stytta mér og karldurginum stundir við.
Krossið nú fingur kæru vinir fyrir því að allt gangi eins vel og mögulegt er og að þríeykið mitt, móðirin, faðirinn og STÓRA ömmubarnið komist í gegnum þetta eins og fuglinn fljúgandi.

Tengdamóðir mín sagði við mig í dag "ef karlmenn gætu gengið með börn yrði fjórða barnið aldrei til"
"ha" sagði ég, "fjórðabarnið??"
"já, konan gengi með og fæddi fyrsta barnið, svo karlinn annað, konan það þriðja en karlinn myndi aldrei fara í gegnum ferlið aftur"!
SKemmtilega uppsett verð ég að segja :)
Tengdamamma er ansi glúrin verð ég að segja!

Ætli þessi glúrni fylgi kannski því að vera amma :)

Næsta blogg verður vonandi um ömmubarnið!

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Mojitosdagur again in Costa del Yrsufelli :)

Síminn vakti mig um hádegið.
Ég er sko enn að jafna mig eftir ferðalagið og las svo Harry Potter and the Deathly Hollows til morguns og kláraði bókina.
Bókin var svo spennandi að það var ekki hægt að leggja hana frá sér.
En. síminn: Prentsmiðjan tilkynnti mér sem sagt að það væri SÓL og tilvalið að eyða deginum í mojitosdrykkju og sólböð í dag.
Lesbían kom og sótti mig og við erum búnar að baka okkur í félagsskap geitunga og prentara í allan dag.
Nú á að skunda á Kringlukrána að éta pizzu 2/1 í boði Einkaklúbbsins og Skattmann :)
Lifið heil og verið glöð og drekkið mojito.
Mynta er holl!!!

laugardagur, 28. júlí 2007

The secret :)

Las fyrstu síðurnar í þessari bók í ferðalaginu.
Var sagt m.a. að þetta virki þannig að það sem maður vænti verði að veruleika.
ÉG ER VISS UM AÐ ÉG VERÐ TÁGRÖNN!!!!!

Nú er ég búin að vænta þess í 4 daga sem sagt og árangurinn lætur ekki á sér standa.
Ég sá það í morgun að bumban hefur minnkað heilan haug!
Var að vísu svöng og ákvað að meta ekki bumbustærð eftir að ég tróð í mig hálfri maltdós og 2 smörrebrauðum sem voru afgangs frá brjálæðislegri dansk/íslenskrar veisu gærkvöldsins.

Það varð náttúrulega að sýna henni Myriam hvernig íslendingar haga sér í ekta heimapartýum svo við skelltum upp kássu af smurbrauði með stöffi sem ég kom með frá DK, opnuðum og kláruðum brennivínsflösku, kassa af bjór og slatta af jagermeister ;)

Prentarinn, prentsmiðjan og lesbían lögðu fram hjálparhönd og Myriam stóð sig ferlega vel í að sötra og fara á trúnó að íslenskum hætti.

Mikið var gaman :)

Karldurgur, ef þú hættir að vinna svona endalaust gætirðu kannski litið við og fengið eins og einn kaffibolla og jafnvel eitthvað með kaffinu, svona í leiðinni á meðan ég fæ GAMALMENNANUDD!!!

Farin að fá mér meira malt og smörrebrauð :)

föstudagur, 27. júlí 2007

Ömmuleiðangurinn og undur Íslands :)

Síðasta mánudagskvöld, rétt um miðnætti og framundir tvö um nóttina sat ég ásamt stöllum mínum frá Sauðárkróki (námskeiðsfélögunum frá France í fyrra) í Grettislaug í Skagafirði, í brjálæðislega rauðbleiku sólarlagi, niðri við sjó í sjóðheitri lauginn með rauðvín og osta.
Myriam Astier sem er 69 ára fékk hroll af hrifningu með reglulegu millibili!
Ísland er æðislegt!!

Amma mín sem er 78 ára unglingur fór svo með okkur í brjálæðislega ferð sem stóð frá kl.8 um morguninn til hálfeitt að nóttina um norðlenskt hálendið. Hún og hinn unglingurinn (69 ára) æddu upp og niður um fjöll og firnindi og hlupu mig gjörsamlega af sér.
Þegar Myriam sagði ljúflega við mig "do you want us to help you up the hill by pulling your hands" þegar við (eða sko, ég, þær hlupu) streðuðum upp eina fjallshlíðina í Jökulsárgljúfri þá ákvað ég að frá og með NÚNA yrði ég MJÓ!!!!

Í morgun fórum við yngri unglingurinn í hvalaskoðunarferð sem var klikkuð, hnúfubakur baulaði á okkur og höfrungar stukku hægri vinstri í kringum bátinn.
Við enduðum í bláa lóninu þar sem unglingur svamlaði um af krafti meðan ég, farlama tilvonandi amman, fékk nudd og dekur á dýnu með teppi og kodda í afkima lónsins.

Við erum allar "ömmur" amma mín er (nánast) langalangamma, Myriam er amma og ég (nánast) amma :)
Töff ferðalangar og við skemmtum okkur gjörsamlega stórkostlega vel!

Mæli með svona flækingsferðum með óvæntum uppákomum hægri vinstri fyrir ömmur og unglinga á öllum aldri í öllu ásigkomulagi ;)

laugardagur, 21. júlí 2007

Hvísl!

það heyrst varla í mér.
Fórum í morgun í Árbæjarsafn og ég nýtti mér gamla þekkingu mína á ýmsum sögum og atburðum tengdum húsum þar (frá dögum mínum sem fræðslustjóri Vinnuskólans) til að leika ýkt kláran guide!
Mér hefndist heldur betur fyrir.
Um það leiti sem við héldum á Jómfrúna var ég orðin þegjandi hás.
Gesturinn minn grátandi því hrollvekjandi lýsingar á fæðingum, barnsmorðum og öðrum morðum íslandssögunnar með leiknum tilþrifum og minni rámu skerandi hálsbólgurödd voru ekki beint huggulegar.
Ég ætti kannski frekar að leita mér að vinnu í Draugasafninu á Stokkseyri!
ÚHÚ´´´´´´´´´´Ú "Ískrandi hás"

föstudagur, 20. júlí 2007

Ég leiðsögumaðurinn :)

Ég er að fara að prófa alveg nýtt hlutverk.
Eftir 45 mínútur eftir að hafa hoppað inn í bónus, mjólkurbúðina og uppáhaldsfiskbúðina mína er ég farin að sækja 69 ára gamla vinkonu mína frá Frakklandi út á völl.
Á morgun sýni ég henni Reykjavík, Tjörnina, miðbæinn og fer með hana á djasstónleika á Jómfrúnni.
Á sunnudaginn bláa lónið, Gullfoss, Geysi og Þingvelli.
Á mánudaginn Sauðarkrók, Hofsós og þarumkring.
Á þriðjudaginn Akureyri, lystigarðinn, sundlaugina, andapollinn og annað merkilegt. Ætla að bjóða henni út að borða á Bautann en þar fæst ansi góður svartfugl yfir sumartímann.
Spurning hvort Haugnesingar væru til í gesti? Hvernig ætli staðan sé með krækling þar um slóðir á þessu sumri!
Svo tekur Mývatnssveitin við, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi og síðast en ekki síst Aldeyjarfoss sem er innst inni í Bárðardal.
Ég er jú fræg fyrir frábæran hæfileika og áhuga á að aka þjóðvegi landsins á 80 km. hraða, með báðar hendur fastar á stýrinu og vel reist í sætinu!
Umferðin er HÆTTULEG!
Þið megið gjarnan biðja fyrir mér og Myriam Astier!

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Heimkoma!!!

Við komum heim um miðnættið.
Lesbían sótti okkur út á flugvöll og við brunuðum heim!
Þar beið eftir okkur brjálæðislega góður grænmetisréttur sem stúdentinn hafði eytt löngum stundum í að útbúa.
Í honum voru meðal annars nýrnabaunir sem lagðar höfðu verið í bleyti og soðnar eftir kúnstarinnar reglum eins og sagt var fyrir um í grænmetisbók Hagkaupa.
Í eftirrétt var einstaklega glæsileg heimabökuð súkkulaðiterta!

Stúdentinn glotti út í annað og sagði "ég vissi alveg að ég kann að elda, það hefur bara ekki verið þörf fyrir það hingað til".
Hún kippir í kynið það er sko víst!!

Ég er ofsalega stolt af framtíðarlækninum mínum og meistarakokknum!!

Við erum ÖLL með bullandi kvef og hálsbólgu!!!
Svona er að þvælast til útlanda og sulla í ískulda í Faarup!l
Snýýýt!!!

Homminn er vinsamlega beðinn að renna við hið fyrsta. Það var keypt viðbót við síðbúnu afmælisgjöfina hans í ferðinni!

sunnudagur, 15. júlí 2007

Draumaeyjan :)

Þetta er EYÐIEYJAN hans Jóns Hákons.

Nördaknús!

Hvíta saklausa Taskan!!

Ég sá hana og vissi að ég varð að fá hana.
Þetta var brjálæðisleg vitstola ást.
Ég fékk hana.
And I mutilated it!
Múhahhahhahahhahahaaha!




Skýringar á þessu afreki mínu (sem gerðist vegna viðutanháttar nördsins sem annars er þekkt fyrir tiltölulega skýran koll (-eh evruvitleysa), fást að heimili nördsins við fyrstu komu!
Kv!
ThemutilaterNerd ;)

föstudagur, 13. júlí 2007

Fårup sommerland :)

Tharna eyddum vid deginum i gær http://www.faarupsommerland.dk/.
Vorum mætt klukkan tuttugu minutur yfir tiu um morguninn og vorum til klukkan atta um kvøldid.
Tad voru farnar margar ferdir i Falken, Flågermusen og i vatnsrussibananum. Sumir komu blautari en adrir ur vatnabananum. Thad var snilldarlega gaman.
Yngsti sonurinn var sa eini sem for i vatnagardinn. Thad var nefnilega skitkalt og hann sa eini sem var nogu hardur til ad lata sig hafa tad.
Godur dagur thott vedrid væri ekkert til ad hropa hurra fyrir.

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Hindu!

Thetta litla blogg sem kom inn a undan er vist a hindu!!
Her kemur danskt pikk inn :)
Vid erum buin ad hafa thad tvilikt gott her i DK hja Englafolkinu.
Forum a kraarball a fostudagskvoldid og donsudum af okkur fæturnar.
"kjærlegheten brænder" er ekki neitt sma skemmtilegt lag!!!
Eg er meistari i keilu. Stigahæst allra med 7 fellur og 105 stig!
Hurra fyrir tvi!
Smorrebrod, ol og snaps upp a hvern dag og algjor sæla.
Tad verda vidbrigdi ad koma heim. Her kostar ein bjorflaska nebblega bara 33 kronur!!!
Skäl fyrir tvi!

हेज हेज!!

थाड एर एइत्थ्वाद उन्दार्लेग्त न्मेद ठेत्ता ब्लोग्ग।
एग कण नेब्ब्लेगा एक्की किन्वेर्स्कू!
रेनी अफ्तुर सिदर :)

fimmtudagur, 5. júlí 2007

Fréttir!!!

Tilkynnist hér með að vér höfum skoðað http://www.mbl.is/ til að taka fréttir ÞRISVAR í dag!!!
Þeir skilja sem eiga :)

GLEÐI GLEÐI GLEÐI OG STOLT!!!!

Stúdentinn minn er komin inn í læknisfræði!!!
Bæði hún og kærastan náðu það góðum árangri í inntökuprófinu að þær hefja nám í læknisfræði í Háskóla Íslands í haust.
Vinkonur þeirra, Alyssa og Stína komust líka inn.

Þvílíkir snillingar!!!

FIMMFALLT HÚRRA FYRIR ÞEIM!
HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA!

Flugvélarterror og góðar móttökur á Loeven!

Við komumst heil á húfi til Dk.
Að vísu ósofin í sólarhring og öll okkar plön um að sofa vært í 3 tíma í fluginu fóru út um þúfur.
Flugvélin var leiguvél og líklega á hengiflugi þess að lenda í brotajárni.
Sætin voru þannig að þegar maður sat alveg í þeim bar höfuðið við loft og maður þurfti að halda sér í til að renna ekki úr þeim.
Það var ekki hægt að halla þeim aftur og við héngtum þarna stjörf af þreytu, geðvond og pirruð og borguðum svo 400 krónur fyrir vatnsglas og kaffibolla í þessari niðursuðudós!!!
Öþrþeytt og uppgefin skröngluðumst við upp úr lestinni á Hovedbanegaarden og eftir að hafa stútað smorrebrodsbakka og öli röltum við, með prinsinn hennar mömmu sinnar, á Loeven á Vesterbrogade.
Það var eins og að koma heim til mömmu!!!
Liv umfaðmaði okkur öll og knúsaði og þrumandi viskíröddin hennar var eins og englasöngur!!
Ohhhh how sweet!
Þessi sextuga norska hótelstýra og hóteleigandi, fyrrum sjóari og landshornaflakkari, missti heilsuna til sjóstarfa og stofnaði hótel Loeven í Kaupmannahöfn.
Þar gistum við alltaf þegar við erum í Köben ;9

Prinsinum hennar mömmu sinnar tókst að kaupa sér tvennar buxur, 4 boli, 1 peysu, 1 jakka, 3 nærbuxur, sundbuxur, stuttbuxur, hálsmen, armband, belti og sitthvað fleira í New Yorkers fyrir skitnar 18.000 krónur á útsölu og er hæstánægður.

Við enduðum kvöldið á að borða á Spring Garden og í lok máltíðar (sem tók ekki langan tíma því þarna er hlaðborð og við vorum svöng) lágu þeir Óli og prinsinn nánast fram á borðið.
Svefnleysi síðasta sólarhrings farið að segja til sín.
Við sváfum svo sæmilega. Umferðarhávaðinn var ansi mikill og við óvön enda sveitafólk ;9

Við erum á leiðinni í Dyrehavsbakken og ætlum að vera þar fram á kvöld.

P.s. við sáum Grím í gær!!!


Myndin er samt ekki af honum. Það var grúppa af indíánum að spila á Strikinu og þeir voru æðislegir!

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Ég er að fara

Fara af landi brott í nótt.
Ég sit hér með rauðan lit í hárinu, nýplokkuð, reytt og lituð.
Öllu tjaldað til.
Síðasta þvottavélin er að klára og hvítar flíkur blakta á snúrunni.
"Ætlarðu bara að vera í hvítu"? spurði Kidda jesúbarn þar sem hún flæktist í snúruþvottinum mínum úti á veröndinni í gærkvöldi.
"jamm, það passar svo vel fyrir engla" svaraði ég.
Fer til Dk í 2 vikur í engilslíku formi lituð, skreytt og SNJÓHVÍT frá hvirfli til ylja, rauðar táneglur og eldrautt hárið og kosvartar augabrúnir.
Omæ, held það verði tekið eftir mér :)
Næsta blogg verður frá kóngsins kaupmannahöfn!
CIAO!

laugardagur, 30. júní 2007

Vatnsmelónu mojito sá besti!!!

Þessi gerð af mojito finnst okkur sá allra besti í sögunni.
Hér er uppskriftin:
3 bátar lime
8-10 blöð mynta
1 msk. hrásykur
1-1/2 faldur romm
3/4 af einföldum af Watermelon líkjör frá Josheph Gartron (fæst í Heiðrúnu)
Kremjið myntu og hrásykur saman
Setjið lime í og kremjið þannig að safinn leysi upp sykurinn
bætið líkjör og rommi í og fyllið upp með sódavatni og muldum klaka.
Það er sætt að setja litla teninga af vatnsmelónu í en alls ekki nauðsynlegt.
Þetta er sá albesti mojito sem fyrirfinnst. Ferskur, spennandi og með frábæru eftirbragði .........






Og áhrifin eru ÆÐI!